Úrval - 01.12.1964, Page 149
/ KLAUSTURSKÓLANUM
147
sem ætlað hafði að snara unga
stegginn, var enn heill á húfi,
dásamlega verndaður af furðu-
verkum nútímalæknavísinda.
ÁVEXTIR MENNTUNARINNAR
Er liða tók að lokum síðasta
skólaársins, hafði Príorinnan
skýrt okkur nákvæmlega frá
öllum þeim menntaskólanáms-
styrkjum, sem St. Marksstúlkur
ættu kost á að undangengnu
samkeppnisprófi eða öllu fremur
styrkjum þeim, sem 10 efstu
nemendurnir ættu kost á, svo
að ég skýri nákvæmlega frá.
Þetta virtist útiloka mig alveg
frá byrjun, en þó var um að
ræða eina undantekningu, sem
ég las um i dagblaðinu: Varð-
eldastúlkunámsstyrkinn. Þetta
var landskeppni. Ég hafði að
visu ekki kveikt varðeld síðan
i barnaskóla, en ég ákvað að
taka þátt í keppninni.
Vandinn var fólginn i því,
að komast inn i bæ þann laugar-
dag, þegar keppnin skyldi fara
fram. Ég var þess fullviss, að
Priorinnan kærði sig ekki um,
að ég kæmi fram fyrir hönd
St. Marksskólans, en það var
mögulegt, að hún hefði heyrt
um keppnina. Því valdi ég eina
ráðið, en það var að falsa bréf
frá mömmu til Príorinnunnar,
þar sem beðið var um leyfi fyrir
mig til þess að skreppa heim
til Chicago, af þvi að móðursyst-
ir mín (skáldsagnapersóna),
systir Lucy, ætlaði að koma
þangað i heimsókn.
Og það leið ekki á löngu,
þangað til Príorinnan kom til
min og sagði bliðlega við mig:
„Ég vissi ekki, að þú ættir
nunnu fyrir móðursystur.“ Rödd
hennar var blíðlegri en ég hafði
nokkurn tíma áður orðið vitni
að.
„Jú, jú, einmitt.“ Ekki vantaði
það, að ég ætti móðursystur,
sem var nunna, alveg eins og hún
átti bróður, sem var Gyðinga-
prestur.
„Jæja, foreldrar þinir vildu
gjarnan, að þú værir heima, þeg-
ar systir Lucy kemur i heim-
sókn. Þú getur skrifað heim og
sagt þeim, að þú munir geta
skroppið heim.“
Ég skrifaði til forráðamanna
keppninnar og bað þá um að
senda mér umsóknareyðublað.
Og hinn tilnefnda dag steig ég
upp i Chicagolestina, og frá
stöðinni tók ég leigubil til stóra
skólans, þar sem a. m. k. 2000
Varðeldastúlkur voru saman