Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 151
/ KLAZJSTURSliÓLANUM
149
hluti frítíma okkar fór í æfing-
ar fyrir hina miklu athöfn,
skólaslitin. Athöfnin skyldi fara
fram undir geysistóru tjald-
skyggni rétt hjá skólanum. Þeir,
sem fá áttu verðlaun, námsstyrki
eða vera heiðraðir á annan hátt,
áttu að sitja sér.
Við æfingarnar skýrði Prior-
innan okkur auðvitað nákvæm-
lega frá þvi, hvað hver ætti að
gera og hvernig: Lillian átti að
flytja kveðjuræðuna, Florence
átti að bjóða gesti velkomna
með ræðustúf, og ég átti að
steinþegja.
Ég saknaði þess að geta ekki
setið hjá Mary og veifaði því til
hennar. Það var eins og hún
væri ekki með sjálfri sér upp
á síðkastið. Hún virtist eitthvað
svo fjarlæg og hljóðlát, og ég
vissi ekki, hvort hún var leið
yfir því, að ég hafði unnið náms-
styrkinn eða vegna þess að ég
hafði ekki sagt henni frá fyrir-
ætlun minni, eða þá hvort hún
var svona leið yfir því að þurfa
nú að yfirgefa St. Marksskólann.
Ég man, að þegar ég svipaðist
um eftir henni við æfinguna
næsta dag, hafði hún gengið
eitthvað burt með Systur Rose
Marie.
Og að lokum rann svo upp
hinn mikli dagur. Foreldrar
tóku að streyma að, og biskup-
inn sjálfur birtist. Við gengum
til sætis klukkan 11 f. h., og
þegar hljómsveitin tók að leika
marsinn, vissum við, að dvöl
okkar í St. Marksskólanum var
nú alveg að ljúka. (Hljómsveit-
in var líka alveg að þrotum kom-
in.) Þær Florence og Lillian
luku slysalaust við ræður sinar,
og biskupinn kinkaði nokkrum
sinnum kolli, vingjarnlegur á
svip. Hann hafði sjálfsagt verið
viðstaddur mörg hundruð slík-
ar athafnir og kunni þetta allt
saman utanbókar án þess að
leggja við eyrun. Síðan flutti
hann sitt venjulega burtfarar-
prófsávarp, en aðalinntak þess
var samlíkingin: „Lífið er eins
og skip, sem heldur á hafið“.
Nú tóku nemendur að ókyrr-
ast, þegar við risum á fætur
hver af annarri til þess að ná
í skireinin okkar. Síðan var til-
kynnt um námsstyrkina, og
Príorinnan klappaði jafnvel
einnig, þegar skýrt var frá min-
um styrk. Siðan flutti hún stutta
tilkynningu um verðlaun þau,
sem hún áleit verðmætust.
„Það er einnig um önnur