Úrval - 01.12.1964, Side 152
150
ÚRVAL
verðlaun að ræða hér í lifi, sem
ekki er af þessurn heimi, annan
heiður,“ sagði hún. „Þau verð-
laun veitast aðeins fáum, og mér
er sún ánægja að skýra frá því,
að tveir nemendur, er nú ljúka
prófi, munu ganga i klaustur-
reglu okkar hérna í september
næstkomandi.“
Ég vissi um Lillian. Hún hafði
verið veidd í „snöruna“ fyrir
löngu. En hver gat hin verið?
„Lillian Quigley," hélt Prior-
innan áfram, „ein af nemendum
þeim, sem námsstyrk hafa unn-
ið, og Mary Clancey, ein af
fjörmestu nemendunum okkar,
mikill ræðuskörungur og hrók-
ur alls fagnaðar."
Mér varð svo um þetta, að
það var sem einhver hefði gef-
ið mér á hann! Mary, vinkona
min, félagi minn, hægri armur
minn, samsektarmaður minn
.... ætlaði i klaustur? Það var
ekki mögulegt.
Okkur hafði verið stranglega
fyrirskipað að horfa fram á við,
en ég gat ekki að þvi gert, að
ég starði í þess stað i átt til Mary.
Hún starði á móti. Síðan byrjaði
hljómsveitin að leika marsinn
„Tryggar sífellt Sankti Marks“,
og við þrömmuðum út, tvær og
tvær, í síðasta sinn, niður stétt-
ina i átt til aðalbyggingarinnar.
Priorinnan gekk um á meðal
foreldranna, og þegar ég sá, að
hún stefndi að foreldrum min-
um, gekk ég til þeirra. Ég var
enn sem lömuð vegna tilkynning-
ar Príorinnunnar og kom ekki
upp nokkru orði. Ég forðaðist
Mary og foreldra hennar.
Priorinnan hafði orð á því,
hversu stolt hún væri af okkur
öllum. Þannig losnaði hún við
að segja orð um mig persónu-
lega. En þegar ég fór heim af
skólanum til þess að skipta um
föt og taka saman dótið mitt,
varð ég vör við, að hún var
skyndilega komin að hlið mér.
Hún bað mig um að koma inn
í skrifstofuna.
„Viltu tala við Mary, áður
en þú ferð?“ bað hún mig. „Hún
er alveg i öngum sínum, vegna
þess að þú hefur ekki gert það.“
„Nei, þess gerist engin þörf.“
„Víst gerist þess þörf, og það
veiztu bezt sjálf.“
„Mér er alveg sama um hana
Lillian,“ tautaði ég, „en Mary
er vinkona min.“
„Þú ætlar sjálf að gera það,
sem þú vilt helzt. .. . Ætti Mary
ekki að fá sama tækifæri?“
„Hún er of ung,“ sagði ég.
Ég bar fram allar hugsanlegar
mótbárur gegn því, að stúlkur
gengju i klaustur, allar, sem ég
hafði nokkurn tima heyrt.
„Er Lillian of ung til þess
að gera þetta?“