Úrval - 01.12.1964, Síða 157
FYRSTI BRA UTRYÐJANDI...
155
áköf, að hann hafði ekki gert
sér grein fyrir áhorfendunum
umliverfis liann.
Þessi mikli, franski málari
gat ekki aðeins unnið með geysi-
legum hraða, heldur gat hann
málað í samræmi við hinar
margbreytilegustu stefnur í mál-
aralistinni: sum málverkin voru
umvafin birtu, önnur hjúpuð
myrkri, sem minnti á verk
Rembrandts. Hann málaði and-
iitsmyndir, dýr, blóm, stórorr-
ustur, innimyndir, gæddar
kyrrð. Allt glitraði af litum, og
oft var litavalið mjög dirfsku-
fullt.
Delacroix opnaði hurðina
upp á gátt fyrir nútímamálara-
list. Van Gogh kom til Parisar
í þeim eina tilgangi að sjá verk-
ið „Pietá“ (Sorg) eftir meistar-
ann og málaði hverja myndina
af annarri með það sem fyrir-
mynd. í vinustofu Cézanne gat
aðcins að líta eina meiri háttar
mynd, sem rekja mátti til ann-
ars listamanns en Cézanne sjálfs.
Var það mynd, sem Cézanne
hafði málað eftir einu málverki
Delacroix. Manet, Renoir, Mat-
isse, Degas, Rouault, allir eiga
þeir honum mikið að þakka.
Hið fræga málverk Picassos,
„Guernica“, er beinn afkomandi
myndar, sem Delacroix málaði
i mótmælaskyni gegn drápi 20.
000 Grikkja á eyjunni Chios.
Ferdinand Victor Eugéne De-
lacroix fæddist í einu úthverfi
Parísar árið 1798, níu árum
eftir frönsku stjórnarbyltinguna.
Eins og flestir þeir vitna, sem
ævisögu hans hafa skrifað, var
hinn raunverulegi faðir hans
stjórnmálaskörungurinn Talleyr-
and. (Hinn opinberi faðir hans
var sendiherra i Hollandi). í
móðurættinni var töluvert um
listgáfur. En það var vegna lita-
kassa, sem frændi hans gaf hon-
um, að Delacroix hélt út á lista-
brautina. Og þegar Eugéne var
orðinn 16 ára að aldri, voru
báðir foreldrar hans látnir og
fjölskylduauðurinn þorrinn.
Þegar hann var nokkru eldri,
skrifaði hann eitt sinn: „Engar
aðstæður eru verri en þær að
vita ekki, hvar vænta skal máls-
verðar í næstu viku.“
Hann var mjög tilfinninga-
ríkur maður. Eitt sinn sá hann
málverk, sem hann dáðist mjög
að. Þá hljóp hann þvert yfir
Parisarborg heim til þakher-
bergis sins til þess að komast
að málaratrönunum sínum, með-
an áhrif málverksins voru lion-
um fersk í minni. Hann sýndi
verk sín fyrst opinberlega, þeg-
ar hann var orðinn 24 ára. Var
það i sýningarsal þeim, er
nefndist „Paris Salon“. Hann var
of fátækur til þess að kaupa
ramma fyrir 8 feta breitt mál-