Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 159
FYfíSTI fífíAUTfíYÐJANDI...
157
ferfeta málverki yfir þvera Par-
ísarborg til sýningarsalarins,
þrem dögum áður en sýningin
skyldi opnast. Sagt er, að á heim
leiðinni hafi hann litið inn á
sýningu á verkum landslagsmál-
arans Johns Constable. Skýin í
myndum Constable og hin bláu
blæbrigði himinsins, er virtust
síbreytileg, voru Delacroix sem
opinberun. Hann gerði sér
grein fyrir þvi, að í samanburði
við verk Constables var him-
inninn i hans eigin myndum
sviplaus og lífvana. Þvi sneri
hann aftur til sýningarsalarins
og dröslaði mynd sinni þaðan til
vinnustofu sinnar og tók að mála
algerlega nýjan himin. Það var
ekki fyrr en hann var fullkom-
lega ánægður með þennan nýja
himin tveim dögum síðar, að
hann dröslaði myndinni aftur
til sýningarsalarins.
Allt frá 22 ára aldri átti hann
við heilsuleysi að striða. Ólækn-
andi mýrakalda og hálsveiki
gerðu það að verkum, að hann
varð oft að vera rúmliggjandi
tímunum saman. En þótt hann
væri veikbyggður og sjúkur,
blíður og góðhjartaður, málaði
hann margar myndir, sem lýsa
óðum ofsa. Söguleg málverk
hans sýna hroðalegar aðfarir,
slátrun manna sem nautpening-
ur væri. Almenningi hryllti við
„Drápunum á Chios“ vegna eins
atriðis málverksins: Atriði það
sýndi barn, sem saug brjóst dá-
innar konu. En viðkvæmt og
næmt eðli hans birtist samt í
liinum blóðugustu málverkum
hans. Deyjandi verkamanninum
í málverkinu „Frelsisgyðjan í
fararbroddi fólksins“ hefur ver-
ið lýst sem átakanlegustu og á-
hrifamcstu mannverunni, sem
fest hefur verið á léreft í allri
sögu listarinnar.
Delacroix var meðal hinna
fyrstu, sem máluðu myndir frá
Norður-Afríku. Hann eyddi sex
mánuðum þar, fór víðs vegar
með rissbók i hendi, teiknaði
fólk og umhverfi þess og ýmsa
atburði. Þar safnaði hann í sarp-
inn hugmyndum og hughrifum,
sem áttu eftir að endast honum
allt lífið. í Alsír fékk hann að-
gang að kvennabúri — til þess
að mála myndir þaðan. Til þéirr-
ar heimsóknar má rekja hina
frægu inynd hans, „Konur í
Alsír“, sem margir gagnrýnend-
ur álíta mesta meistaraverk hans.
Hann á einnig aðra kröfu til
ódauðleikans en vegna málverka
sinna. Hann skrifaði dagbók,
ýtarlega skráningu á ævi sinni
og starfi, dagbók sem einkenn-
ist af innilegri, næmri tjáningu.
Hún er í þrem bindum. Henni
hefur verið skipað á bekk með
hinni frægu dagbók Samuels
Pepys. Mikilmenni samtímans,