Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 43
ÍIARN ÞITT IIÝR KANNSKE YFIR DULDUM .. .
41
við, ofmeta hæfileika sína og taka
á sig áhættu. Fræðslufrömuðir og
kennarar hafa komizt að því, að
börn geta farið að læra löngu áður
en þau komast á hinn svokallaða
rctta „þroskaaldur“. Ekki á að
reyna að kenna þeim að hugsa á
skapandi hátt heldur að liætta að
hindra það, að þau geri slíkt.
Forðizt þvældar skoðanir, sem
byggjast á aðgreiningu eftir kynj-
um. Látið ekki drengnum yðar
finnast, að það sé „ókarlmannlegt“
eða „kveifarlegt" að vera næmur
fyrir tilfinningum og hafa áhuga á
litum, formi og lögun hlutanna,
hreyfingum og hugmyndum. Látið
ekki dóttur ykkar finnast, að það
sé rangt af henni að sýna vits-
munalega forvitni, sýna áhuga á
uppgötvunum, rannsóknum og til-
raunum. Slíkar þvældar skoðanir
hafa eyðileggjandi áhrif á sköpunar-
gáfuna.
Dæmið ekki barn yðar eftir þvi,
hvernig það les eða skrifar. Börn,
sem búa yfir rikri sköpunargáfu,
eru oft dálítið á eftir, hvað snertir
slíka hæfni. 9 ára drengur, sem
var neðstur i bekknum, vegna þess
að bann átti í svo miklum erfiðlcik-
um, hvað snertir lestur og skrift,
reyndist vera hæstur, jiegar sköp-
unargáfnapróf voru lögð fyrir bekk-
inn. Flestum börnum þykir gaman
að segja foreldrum sinum sögur,
og það er prýðileg aðferð til þess
að loka ekki fyrir „lnigmynda-
strauminn“.
Hjálpið barni yðar til að notfæra
sér sköpunargáfu sína í daglegu
lífi og umgengni við aðra. Eitt
stærsta vandamálið í lífi þess mun
verða fólgið í því, hvernig takast
má að láta sér lynda við aðra og
eiga samskipti við þá árekstralítið
án þess að fórna þeim hæfileikum
og einkennum, sem gera iiverja per-
sónu ólika annarri. Kennið því,
hvernig það má notfæra sér næm-
leika sinn til þess að verða góð-
viljaður maður, innsýn sína til
þess að vera skilningsgóður maður,
sem hefur umburðarlyndi með
þeim, sem hafa aðrar skoðanir á
hlutunum en hann sjálfur. Vekið
athygli barnsins á því, að það getur
látið til sín taka án þess að vera
ráðrikt eða fjandsamlegt öðrum,
unnið eitt án þess að inniloka sig
í algeri hlédrægni, verið hrein-
skilið við aðra án þess að vcra allt
of gagnrýnið á galla annarra.
„Ég vil ekki að barnið mitt verði
snillingur," segja margir foreldrar.
„Ég vil bara, að það verði eðlilegt,
venjulegt, hamingjusamt barn, barn
i fullkomnu jafnvægi.“ En dr. Torr-
ance bendir réttilega á það, að
hamingja og góð geðlieilsa sé fyrst
og fremst fólgin i því að nota hæfi-
leika sína til hins ýtrasta. „Fólk
með ríka sköpunargáfu er, þegar
allt kemur til alls, hamingjusamt
fólk.... svo framarlega sem það
hefur frelsi til ]>ess að beita henni,“
segir dr. Torrance að lokum.
★