Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 4
2
getum lika ”látið okkur dreyma meira
en við gerum”, það er að segja lært að
„muna” draumana. þegar við
vöknum.
Endurminningar hertogans af Wind-
sor.
Hann var öðruvisi en brezkt
kóngafólk hafði nokkru sinni verið,
uppreisnai maður gegn kreddunum.
H.'.nn var i augum margra mesti
. spjatrungur, aðrir töldu hann afhjúpa
’gervimennsku stjórnarfarsins.
Prinsinn af Wales, siðar Játvarður
konungur fórnaði konungdæmi fyrir
ástina. Hann lézt i sumar eftir nærri
fjóra áratugi sem hertogi af Windsor,
ekki i hópi leiðtoga, en kannski sáttur
við kjör sin. Úrval birtir hér fyrri hluta
endurminninga hans, þar sem hann
lýsir með næmu skopskyni, hvernig sá
krónprins verður til, sem kastar á glæ
öllu þvi, sem dýrmætast var i augum
ættar hans og kannski brezku
þjóðarinnar upp til hópa.
Galdrar á verðbréfamarkaðnum.
Galdrar, draugar, spákonur og
yfirskilvitleg fyrirbæri önnur koma
við sögu á verðbréfamarkaðnum.
Ég er nef Adams.
Úrval birtir nú aðra greinina i flokki
greina um mannslikamann á
alþýðumáli.
Jógúrtbyltingin mikla.
Isleridingar hafa nú tekið jógúrtina
upp á arma sina og i munn sinn og
maga. Þeir fylgja i þvi „jógúrt-
byltingunni”, sem hefur farið um
heiminn. Jógúrt var lengi helzt fæða
„sérvitringa og heilbrigðispostula”, er
sagt, en hún hefur tekið breytingum.
Vin i 6000 ár.
Vinið hefur lengstum fylgt mann-
inum, til ills og góðs. Úrval rekur
sögu þess og meðferð i höndum forn-
aldarþjóða og til okkar dags.
Þegar náman sprakk.
Lýst er skelfilegu námuslysi i
Bandarikjunum. ,,A að fórna manns-
lifum fyrir peninga?” var ein
mikilvæg spurning við björgunar-
starfið. Hvenær var sá timi kominn, að
hætta skyldi björgunartilraunum og
loka námunum? örvæntingarfullir
aðstandendur biðu dögum saman. 99
menn voru niðri i brennandi
námunum. Var enn von?
Þá hrundi stóra brúin.
Einhver ægilegustu slys, sem fréttir
greina, eru óvænt hrun stórbrúa.
Þannig var i Astraliu. Margir
björguðust undursamlega, en margir
fórust, og mannlegum afglöpum var
um kennt.
Furðulegasta morð sögunnar.
Raspútin hafði fengið margfaldan
dauðaskammt af eitri, verið stunginn
og honum kastað bundnum i fljót. En
hann lifði. I sögunni hefur hann orðið
einhver versti illvirkinn, en var það i
rauninni alveg rétt? Dóttir hans segir,
að hann hafi verið ómenntaður bóndi,
sem hafði lækningahæfileika og —
kvensemi i meira lagi, sem varð hans
bani.
Leyndardómar eldamennskunnar.
„Vitrasti kokkur” Bandarikjanna
leggur lifsreglur i matseld.
Þannig maður var Einstein.
Einstein var mannlegur, með
kimniglampa i augum, þótt hann
semdi kenningu, sem varla nokkur
skilur. Úrval birtir smásögur og
ummæli um Einstein, sem varpa ljósi
á manninn sjálfan.