Úrval - 01.10.1972, Page 6

Úrval - 01.10.1972, Page 6
4 ÚRVAL Llewellyninnganginum, nýjasta inn- gangi námunnar, brauzt eldur og hiti upp og kastaði lyftunni upp i loftið og múrsteinum út á bilastæðið. Reykurinn reis i súlu 50 metra i loft upp, og logarnir lýstu reyksúluna i morgunhúminu. Djúpt niðri i jörðu barst mönnunum vitneskja um sprenginguna með smá visbendingum, gusti og ryki og bilun rafkerfisins. Nathaniel Stephens, vélamaður við aðallinuna, var rúma þrjá kilómetra frá upptökum sprengingarinnar. Einhver þaut fram hjá honum og sagði honum að stöðva kerru sina og ,,koma sér út eins fljótt og hann gæti”. Stephens hafði starfað við námugröft i 26 ár, og hann spurði einskis. Hann stöðvaði kerru sina og hljóp. Þrettán námumenn komust út fremur fljótt, gangandi og akandi. Fyrir hina, sem eftir voru, var það ekki jafn auðvelt. Niu menn i flokki, sem verkstjórinn George Wilson stjórnaði, voru við störf skammt frá 200 metra djúpum göngum, þegar heitur gustur og blindandi kolaryk dundi á þeim. Talning var gerð i skyndi, og kom i ljós, að einn vantaði, Paul Frank Henderson, sem átti að vera um 300 metrum innar en þeir. Alva Davis bauðst til að fara innar og leita hans. Hann fann aðeins matarfötu Hen- dersons og rykgrimu. Hann gerði hið eina, sem honum hugkvæmdist, og skrifaði með fingrinum i rykið á kolavagninum, hvert flokkurinn væri að fara, ef Henderson kynni að koma fram. Henderson kom ekki. Barið á pipur. Mennirnir átta héldu hver i annan, og stundum tóku þeir þéttingsfast hver utan um annan til að efla kjarkinn, og fálmuðu sig áfram að loftopinu. Þeir voru engan veginn úr hættu, þvi að enginn ofan jarðar vissi, hvar þeir voru. Þrátt fyrir skelfinguna, voru þeir snarráðir. Þeir vissu, að hinn minnsti neisti gæti kveikt i gasinu umhverfis þá, og þvi tóku þeir spýtu til að berja með i pipurnar, sem lágu upp á yfirborðið. Þeir ætluðu þannig að láta vita, hvar þeir væru. Klukkustundir liðu. Högg spýtunnar á málminn virtust þeim verða sifellt veikari og deyfðari. Þá blossaði neisti vonar. Ferskur loftstraumur barst niður opið og gaf til kynna, að einhver hefði heyrt merkið og skrúfað frá loft- ræstingunni. Gleði mannanna var þó blandin þeim ótta, að björgunarmenn kæmust ekki til þeirra i tæka tið. Sá var vandinn. Flokkarnir uppi höfðu engin góð björgunartæki tiltæk. Þeir dóu ekki ráðalausir og fundu leið, sem var einföld en snjöll. Krani var fluttur að enda ganganna og fata fest á hann og siðan látin siga niður til mannanna. Tveir og þrir saman voru þeir halaðir upp úr námunni. Þeir voru örmagna og taugaáfalli nær, svartir af kolaryki, en þeir voru hólpnir. Loka nánuinni vfir höfðum mannanna. Þær fjórar stundir, sem liðu frá sprengingunni og þar til mönnunum i flokki Wilsons var bjargað, rfkiti mikil ringulreið ofan jarðar. Hinar mikil- vægu skýrslur um starfsfólk voru ekki tiltækar, þar sem þær voru geymdar i skrifstofu við hlið brotinnar og brennandi Llewellyn-lyftunnar. An þessara skjala var ógerningur að vita, hversu margir væru i námunni eða hvar ætti að einbeita björgunar- starfinu. Það var skelfilega litið, sem björgunarsveitirnar, sem hafði verið safnað i skyndi, gátu aðhafzt. Mikill hitinn og reykurinn og hættan á fleiri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.