Úrval - 01.10.1972, Page 9
ÞEGAR NAMAN SPRAKK
7
voru á valdi elds, voru full af banvæn-
um reyk, ryki og gasi.
Námueigendur voru greinilega i
vanda staddir. Hve lengi var unnt að
halda þessu hættuástandi án þess að
verða ábyrgðarlaus i reyndinni? Og
þó, hvernig var unnt að loka dyrunum
fyrir veikum vonum ættingjanna án
þess að virðast skeytingarlaus um
þjáninguna eða hugsa meira um
námuna en mennina?
Eyðingaraflið, sem eldurinn i
djúpum námunnar hafði skapað, kom
glöggt I ljós á föstudaginn, þegar tvær
steinsteypuhettur, 15 tonn hvor,
þeyttust eins og steinmolar upp úr
göngunum. Seinna það kvöld, kom
yfirmönnum i hug að nota stiflur úr
muldu kalki til að hemja eldinn. 35
bflförmum af efninu var hvolft i opin.
Þessir „tappar” héldu.
Fólk er reiðubúið að hafa áfram
,,samúð”.
Tvær björgunarsveitir fóru siðla á
sunnudagskvöldið niður Atha Run
opið, skiptust i tvær áttir, og tóku með
varúð að kanna austur- og vesturhluta
námunnar. Þeir blésu i horn og
hrópuðu og hlustuðu eftir svari.
Ekkert rauf hina geigvænlegu þögn
nema bergmálið eitt.
Á miðvikudag varð sprenging i
Mahangöngunum, þar sem áður hafði
verið kyrrt. Daginn eftir ákváðu
björgunarmenn að gera örvæntingar-
fulla lokatilraun til að ná sambandi við
einhverja þá, sem kynnu að vera á lifi.
Þeir sökktu sirenu niður i borholu, sem
hafði verið gerð á göng, þar sem vitað
var, að menn höfðu verið við vinnu.
Sirenan var látin flauta i tuttugu min-
útur i þessum vitisgöngum, sem hefðu
getað verið i þvi helviti, sem Dante
reit um. Síðan var ljósi og hátalara
sökkt þar niður. Mennirnir biðu i tvær
klukkustundir. Þeir imynduðu sér, að
ómur raddar heyrðist eða einhver væri
að berja niðri i göngunum, enda var
þeim efst i haga, að þessi andartök
mundu verða endalok þeirra, sem enn
kynnu að vera þar lifandi. Þeir gátu
samt einungis heyrt vatnsdropana
detta af enda borsins þar niöri.
Þá niu daga, sem voru liðnir siðan
fyrsta sprengingin varð, höfðu orðið
tuttugu meiri háttar sprengingar
aðrar og margar smærri, sem skóku
Farmington-námuna. Hin siðasta varð
föstudaginn 29. nóvember. Corcoran
forseti námufélagsins gekk siðla þess
dags inn i James Fork kirkjuna i
Farmington og sagði ættingjum hinna
dauðadæmdu manna, sem þar höfðu
safnazt saman, að hann neyddist til að
loka námunni. Sumir ættingjanna tóku
þessari ákvörðun, sem þeir höfðu svo
lengi óttazt, i þögulli sorg. Flestir gátu
það ekki, og Corcoran var sjálfur i
mikilli geðshræringu. Prestur hóf
bænalestur, en hann lauk bæninni
ekki. Orð hans drukknuðu i grátinum,
sem barst um litlu kirkjuna.
Laugardagsmorgun 30. nóvember
var siðasta lokan komin fyrir
námuopin. Þannig lauk vakt
námumannanna i „kattarauga-
sveitinni”, sem höfðu farið til átta
stunda vinnu tiu dögum áður.
Fólk um gervöll Bandarikin fylltist
skelfingu, samúð með fórnardýrunum
og ættingjum þeirra. Mönnum fannst,
að eitthvað þyrfti að gera til að koma i
veg fyrir slika atburði. Fólk skildi þó
ekki, að hinn raunverulegi harmleikur
var jafnvel fremur en sprengingin i
námunni þau félagslegu og efnahags-
legu vandamál, sem skópu
aðstæðurnar, sem námumenn vinna
við. Fólk var reiðubúið að sýna sömu
„skelfingu og samúð” næst þegar
slikir atburðir gerðust. Og framvegis.