Úrval - 01.10.1972, Page 13
GALDRAR A VERÐBRÉFAMARKAÐINUM
11
þess, sem fólkið hefur verið að velta
fyrir sér þessa viku og þennan mánuð.
Svo ef þú þekkir einhverja leið til þess
aö finna, hvað fólk er að hugsa um — ef
þú getur fengið heildarniðurstöðu
þessara milljóna hugsana — þá veiztu
I stórum dráttum, hvernig tölurnar
verða i kauphöllinni á morgun.”
Ég gat ekki gert mér grein fyrir
hvort þessi maður var snillingur eða
vitleysingur. Allt viðtalið hafði á sér
óraunverulegt snið. Var þetta
virkilega að ske á árinu 1970? Mér
fannst ég staddur einhversstaðar á
bláókunnugum stað, fjarri
heimahögunum, fjarri öllu þvi, sem ég
kunni skil á.
„Höfuðið á mér virðist vera ein-
hvers konar móttökutæki fyrir þessar
milljónir þankabrota.” hélt T.O.
Tulley áfram. ,,Ég finn, þegar áhugi
er að vakna og þegar hann er að fjara
út. Ekki þó i hvert skipti, eins og þú
getur skilið, en nógu oft.” Hann leit
skyndilega beint framan i mig brúnu
augunum sinum. „Heldurðu, að ég sé
geggjaður, ungi maður?”
„Auðvitað ekki,” sagði ég alltof
snöggt. Hann flissaði. En svo gaf hann
mér visbendingu .
„Ég finn i loftinu i kvöld mikinn
áhuga fyrir kaupum,” sagði hann, „en
það ristir ekki djúpt. Ég meina, að það
er nógu mikið til þess að keypt verði
sérstaklega mikið, en svo mun það
fjara út, svo að segja.”
„Mikið keypt . . .fjara út?”
„Já, taktu bara eftir. A morgun
verður einhver mesta verðhækkun,
sem við höfum kynnzt vikum saman.
Verðbréfavisitalan mun hækka um 10
stig. En svo mun hún smáhjaðna
niður, eftir þvi sem liður á vikuna
Sjáðu bara til.”
Við lukum við það, sem eftir var i
glösunum, og röltum saman út á horn.
T.O.Tulley steig inn i lúxusbflinn sinn,
en ég horfði á eftir rauðum aft-
urljósunum, sem spegluðust i votri
götunni, þar til þau hurfu fyrir horn.
Verðbréfavisitalan hækkaði um
11,02 stig daginn eftir, en hjaðnaði
niður þegar leið á vikuna.
Stjörauspáin.
Madeleine Monnet trúir stjörnu-
spánni. Hún er kona um fertugt,
býöur af sér góðan þokka, og indæl i
viðkynningu. Hún er fráskilin. Þegar
maðurinn fór frá henni, lét hann henni
litið eftir. Hún átti eitthvert smáræði i
sparisjóðsbók, sem var eins og dropi i
hafið, þegar áhugi hennar beindist að
verðbréfamarkaðnum.
Núna á hún Ibúð I Kansas og aðra l
Larchmont i New York, kádilják,
minkakápur, tylftir af demöntum, og
góðar vonir um að verða
milljónamæringurd dollurum,
auðvitað), áður en hún kveður þennan
heim.
„Það á ég stjörnufræðinni að
þakka,” segir hún viðskiptavinum
sinum og nemendum. Hún býður
einstaklingum ráðgjöf varðandi verð-
bréfakaup og sölur. Hún heldur einnig
námskeið i stjörnufræði, þar sem hún
leibbeinir hópum fólks verðbréfa —
stjörnuskoðun.
„Én ég hætti lika minum eigin
fjármunum til þess sem ég fullyrði við
aðra.” segirhún, og það neyddi mig til
að taka hana hátiðlega frá byrjun.
(Það eru nefnilega svo margir
spámenn, sem alls ekki veðja sjálfir á
það, sem þeir eru að segja öðrum.)
„Ég hef dálitið skritinn smekk og : er
þvi nokkuð dýr i rekstri, en
rekstrarféð fæ ég á verð-
bréfamarkaðnum.”
Stjarnfræðirit eitt bað hana að skrifa
grein um þetta málefni. Hún kallaði