Úrval - 01.10.1972, Síða 17
GALDRAR AVERÐBRÉFAMARKAÐINUM
15
Godnick & Synir i Beverly Hills, en
þeir voru meðal fremstu verðbréfa-
miðlara þar um slóðir og verzluðu
einkum með „köll” og tilvisanir. Þessi
maöur var klæddur á hippa-visu. Hann
var i sandölum, snjáðum gallabuxum,
með skegg og sitt hár. Á brjósti honum
dinglaði i keðju silfurmen stórt.
Og nú upphófst eitthvert skritnasta
hiutabréfaævintýri af öllum þeim und-
arlegu, sem átt hafa sér stað á
löngum viðskiptaferli Godnicks og
Sona.
En til þess að skilja það, verðið þið
fyrst að vita, hvað „kall” er. „Kali” er
pappfrsseðill, sem veitir þér rétt til
að kaupa hlutabréf á ákveðnu verði á
einhverju tilteknu timabili, sem nær
fram i timann. Þú kaupir þér „kall”
þegar þú heldur, að hlutabréf sé að
hækka i verði. Ef þú reynist hafa rétt
fyrir þér og hlutabréfið hækkar, þá
getur þú hagnazt mun meira með þvi
að eiga „kall” á hlutabréfið, heldur en
ef þú ættir bréfin sjálf.
Þessi einkennilegi maður gekk inn i
skrifstofuna og bað um að fá að tala
við framkvæmdastjórann. Marty
Tressler gekk fram. Maðurinn dró
fram ávisun, sem hljóðaði upp á
$5.000,(435 þúsund krónur) og var
stiluð á nærliggjandi sparisjóð, en
framseld honum.
Hann sagði: „Ég tók allt út úr
sparisjóðsbókinni minni i morgun.
Þetta er aleigan min. Og ég ætla að
kaupa fyrir hana „köll”, en ég þarf
smáupphæð til að lifa af, meðan verð-
bréfin eru að hækka i vérði.
Viljið þið taka þessa ávisun fyrir mig
sem greiðslu og láta mig hafa $50 til
baka i reiðufé?”
Þetta var nokkuð frábrugðið þvi
venjulega, en þó alls ekki
ógerlegt. Marty Tressler kinkaði kolli.
Verftstrimlar hlutabréfa-
markaftarins i höndum galdramanna.
„Allt i lagi, ef þú vilt hafa það þannig.
en . .. .”
„Hve mörg 90—daga „köll” á
Control Ðata get ég fengið fyrir
þetta?”
„Meinarðu, að þú viljir kaupa
„köll” á AÐEINS EITT
HLUTABRÉF? Og þetta er aleiga
þin ? ’ ’
„Vertu ekki með áhyggjur af þvi,”
sagði maðurinn.
„Það er ekki nokkur möguleiki á þvi
að ég tapi.”