Úrval - 01.10.1972, Síða 37
VÍN t 6000 AR
veriö gerðir yfir glösum af góðu vini.
Heimildir eru til um það, aö vinið hafi
borizt með þessum hætti til Spánar og
Frakklands.
Vinið til Rinarósa
Frakkar, sem bjuggu við Rinarósa
og i IVJarseilles, tóku vininu fegins
hendi, þegar Fönikar heimsóttu þá, og
þaöan barst það upp með allri Rin. 1
Rinardal er ræktuð sérstök vinþrúga,
syrah, sem álitið er og taliö nokkurn
veginn öruggt að sé beinn afkomandi
þrúgu þeirrar, sem Fönikar komu
með.
Forn-Grikkir og vinið
Vist er, að Forn-Grikkir höfðu vinvið
með sér, þegar þeir fluttu frá Litlu-
Asíu til hinna nýju heimkynna sinna. 1
forn-griskum bókmenntum kemur
vinið viða við sögu, allt frá Hdmer til
yngri rithöfunda og skálda. bá þegar
virðist mönnum hafa verið ljóst, að
vinið breyttist við geymslu. Hómer
talar um fat af gömlu vini I bók sinni
um Odysseif. Odysseifur talar um
blandað og sætt vin , sem honum og
fjölskyldu hans hafi veriö áskilið. Sá
suðurevrópski siður, að blanda vin
með vatni, þekktist þá þegar. Þá voru
notuð blöndunarkör, sem enn eru til á
söfnum I sömu mynd.
A dögum Forn-Grikkja var einnig
varaö við misnotkun vins. Plató, sem
kallar vlnið hina dásamlegu gjöf
guðanna til mannanna, ræður
æskunni, þ.e.a.s. fólki undir 40 ára, að
gæta hófs i vinneyzlu, svo að hún verði
henni ekki að fótakefli. Eldra fólkið,
yfir fertugt, mátti hinsvegar I
áhyggjuleysi dýrka Dionysos, sem gaf
mönnunum vinið til þess aö létta þeim
byrðar ellinnar!
Blöndun vins með vatni var, sem
J5
fyrr segir, þekkt og raunar regla. En
hversu mikið átti aö nota af vatni, var
hins vegar mjög umdeilt.
Helmingaskipti voru algeng, en oft var
vinið þynnt meira.
Hippokrates, faðir læknislistarinn-
ar, notaði vin oftsinnis viö lækningar
sinar, einkum blandað ýmsum jurtum,
og e.t.v. hafa helztu lyf hans orðið
upphafið að vermút-vinum nútimans.
Það er siður Grikkja að blanda
harpiks I vin.
Svo er sagt, að Grikkir hafi fundið upp
að þétta vinbelgi sina með þessu efni,
og að það hafi siðan haft áhrif á bragð
vinsins. Annað hvort hafi mönnum
likaö bragðið vel þannig eða vanizt á
það, en Grikkir hafa haldið þessum sið
allt fram á þennan dag. Griskt vin er
ekki gott til að byrja með og ekki fyrr
en það hefur vanizt, blandað vatni og
með is i, en þannig er það gott með
grlskum mat. Þetta vin er kallað
retsina. Grikkir flytja hins vegar út
vin, sem ekki er blandaö harpiks.
Vinsælustu grisku vinin til forna
komu frá eyjunum Chios, Rhodos og
Lesbos, og þar er vin enn sem fyrr i
hávegum haft og þess neytt i rikum
mæli.
Rómverjar og vinið
Talið er sennilegt, að Italir hafi i
upphafi komið með vinviðinn með sér
frá fyrri heimkynnum i Litlu-Asiu. En
það var fyrst i tið herveídis Rómverja,
að vinið náði almennum vinsældum
þar um slóðir. Rómverjar voru miklir
skipuleggjarar, og þeir skipulögðu
vlnræktina af snilld.
Rithöfundurinn Plinius, sem skrifaði
Itarlega um náttúrufræði, gerir ná-
kvæma grein fyrir vlnframleiðslu. öll
14. bók hans un náttúrufræði fjallar
um vin. Frásögn hans er svo nákvæm,