Úrval - 01.10.1972, Qupperneq 67
65
HVAÐ
TAKNAR
DRAUMUR
ÞINN?
Draumar þinir geta orðið þér vegamesti á lifsleiðinni, ef
þú lærir að notfæra þér það og skilur þá rétt.
Or Reader’s Digest
•'j5 arold, embættismaöur,
55$ sem starfað hafði i skrif-
vK' stofu rikisstofnunar
ík einnar, dreymdi hræði-
legan draum. t draumn-
um var hann staddur i
landi, þar sem dýr, sem liktust
sniglum og höfðu slepjuga anga, liföu
á llkömum fólks. Fólkið afbar þessi
ógeðslegu dýr, vegna þess að eftir
margra ára dvöl i likamanum
breyttust þau i fila, sem voru upp-
istaðan i samgöngukerfi þjóðarinnar
og fluttu hvern sem var hvert á land
sem var. Harold geröi sér skyndilega
grein fyrir þvi, að hann var sjálfur
þakinn þessum dýrum, og hann
vaknaði æpandi.
Draumur þessi opinberaði Harold
það á lifandi hátt i myndum sinum,
sem hann hafði aldrei getað komið
orðum að: honum fannst I rauninni
sem hann hefði látið þjóðfélagið merg-
sjúga likama sinn, meöan hann var
ungur maður, til þess að það mundi sjá
svo fvrir honum, þegar hann hætti
störfum. Siðar hætti hann að skeyta
um efnahagslegt öryggi, sagði
/ \T/ \T/ \T/
starfi sinu lausu og tók að starfa
sjálfstætt.
Mary dreymdi heila runu af
draumum, sem voru allir svipaðs
eðlis. 1 þeim öllum hafði hún eyðilagt
heimboð og veizlur fyrir hinum mikla
eiginmanni sinum, sem var fram-
kvæmdarstjóri á „uppleið”. I einum
draumnum fór hún aö tala sveita-
mállýzkuna, sem hún hafði talað i
bernsku, þó að hún talaði reyndar
endra nær fágað mál alveg gallalaust.
1 öörum draumi bar hún háttsettum
gestum aðeins pylsur og baunir i stað
myndarlegs kvöldverðar. I þriðja
draumnum hellti vinnukonan súpu
niður á borðið.
Þegar eiginkona framkvæmdar-
stjórans fór að hugsa um þessa
drauma, gerði hún sér grein fyrir þvi,
að þeir sýndu henni fram á, hversu
óörugg hún var i rauninni. Hún var af
lægri þjóðfélagsstigum en maöur
hennar og ekki eins vel menntuð. En
samt hafði henni tekizt að fylgjast
skammlaust með honum i sókn hans á
framabrautinni. Hún fann ekki til
neinnar vanmáttarkenndar, meðan