Úrval - 01.10.1972, Page 68
66
ÚRVAL
hún var vakandi. En i undirvitundinni
haföi hún fundið fyrir álaginu, og það
hafbi valdið henni gremju.
Diane dreymdi, að maður, klæddur i
hringabrynju (hlekkjabrynju) væri að
hlaupa niður eftir götu. Hann hljóp
hana um koll, þegar hann fór fram
hjá, en stanzaði samt ekki. Hún varð
bálreið, þótt hún væri alveg ómeidd.
Hún ákvað að ná sér niðri á honum
með þvl að fara i skaðabótamál við
hann og heimta af honum eins miklar
bætur og frekast væri unnt.
Þegar Diane vaknaði næsta morgun,
gerði hún sér grein fyrir þvi, að
maðurinn I draumi hennar var
eiginmaður hennar, sem hafði nýlega
yfirgefið hana til þess að taka saman
við aðra konu. Þessi draumur fræddi
Diane um það á likingamáli þvi, sem
er oft einkennandi fyrir drauma, að
eiginmaður hennar væri „karlmaður i
hlekkjum”, sem væri að brjótast
undan yfirráðum hennar og að hún
miklaði það mjög fyrir sjálfri sér,
hversu særð hún væri til þess eins að
valda honum þjáningu. Þetta hafði
hún samt aldrei viðurkennt fyrir
sjálfri sér, meðan hún var vakandi.
Þegar hún hafði gert sér grein fyrir
þessu, varð þetta til þess að breyta öllu
viðhorfi hennar til máisins.
Þessi dæmi syna, i hve rikum mæli
draumar geta hjálpað okkui til þess að
skilja okkur sjálf. Fyrsti draumurinn
svaraði þessari spurningu
dreymandans: ,, Hvaða augum lit ég á
veröld mina?” Annar draumurinn
svaraði spurningunni: „Hvaða augum
lit ég á sjálfa mig? „Og þriðji
draumurinn svaraði spurningunni:
„Hvaða augum lit ég á aðra?” Svarið
var i öllum þessu tilfellum mjög
þýðingarmikið fyrir þann, sem
drauminn dreymdi.
Þessar konur voru ekki undir umsjá
sállæknis. Og þær réðu sjálfar
merkingu drauma sinna.
Gáfaðri i draumi
Dreymir þig? Svarið er játandi,
hvort sem þú álitur svo eða ekki.
Sérfræðingar á þessu sviði áætla, að
fólk dreymi að meðaltali 1000 drauma
á ári.
Geta draumar þessir hjálpað okkur?
Allt frá fyrstu tið hefur mikill hluti
jarðarbúa trúað þvi, aö draumar geti
veitt okkur mikilvægar upplýsingar
um það, hvernig við eigum að haga lifi
okkar. En með uppgangi visindanna á
19. öld hefur áliti manna á notagildi og
áreiðanleika drauma hrakað
geysilega, og margir hafa farið að
álita þá einhver ómerkileg fyrirbrigði,
sem séu ekki þess virði, að þeir séu
rannsakaðir. En um aldamótin siðustu
kom Sigmund Freud fram með þá
kenningu, að rannsókn og merkingar-
túlkun drauma hjálpi til þess að finna
niðurbældar árásarkenndar hneigðir
og orsakir þeirra. Hann lýsti yfir þvi,
að draumar séu næstum alltaf kyn-
ferðilegir og eigi rætur sinar að rekja
allt til reynslu i bernsku.
Ungur samstarfsmaður hans, Carl
Jung að nafni, viðurkenndi réttmæti
þeirrar skoðunar Freuds, að
drauinarnir séu orðsendingar frá
undirv.itundinni. Enhann visaði á bug
kenningu, að rætur þcirra niegi rekja
allt til bernsku og að þeir séu næstum
ætið kynferðilegir i eðli sinu. Hann hélt
þvi aftur á móti fram, að þeir fjölluðu
um núverandi vandamál dreymand-
,ans og væru opinberanir fremur en
flókið dulargervi þess, sem er á kreiki
I undirvitund mannsins. Nú eru
margir sállæknar og geðþjálfarar
farnir að trúa réttmæti þeirrar
skoðunar bandariska drauma-
sérfræðingsins Calvins Halls, að vel