Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 69
HVAÐ TAKNAR DRAUMUR ÞINN?
67
gefið fólk geti uppgötvaö merkingu
eigin drauma með góðum árangri
öðlazt þannig nýja og betri innsýn I
eigin skapgerð og eöli tengsla sinna
við annað fólk.
Dr. Ann Faraday, mjög þekktur
brezkur sállæknir og drauma-
sérfræðingur, gengur jafnvel enn
lengra I viðleitni sinni til þess að
hvetja'fólk til að túlka drauma sina og
finna dulda merkingu þeirra. Bók
hennar „Draumavald” lýsir heppi-
legri aðferð til sliks, og er henni
skipt i þrjú stig. Með hjálp hennar á
hver dreymandi að geta rannsakað
drauma sina og fundið I þeim margs
konar dulda merkingu, þ.e. túlkað
merkingu þeirra. Dr. Faradav segir
i fyrsta lagi, að fólk skuli rannsaka
drauma sina- i í þeim tilgangi að
finna hlutlægt innihald þeirra,
þ.e. einfalda merkingu þeirra.
Draumar vekja oft athygli
okkar á ýmsu, sem við höfum ekki
veitt meðvitaða athygli, meöan við
vorum vakandi. Þar getur verið um að
ræða einfalda visbendingu, likt og
farið var um ungu konuna, sem
dreymdi, að hún væri að ala barn i
fæðingarstofu í fæðingardeild sjúkra
húss. Hún vaknaði mjög
snögglega og mundi þá, að hún hafði
gleymt að taka inn getnaðarvarnar-
pilluna sina. Dr. Faraday segir, að það
mætti að visu túlka þennan draum á
þann hátt samkvæmt „Freud-
kenningu” að hún óskaði þess að
eignast annað barn, en bætti þvi jafn-
framt við, að hið „hlutlæga innihald”
hans væri eingöngu augljós áminning,
sem snerti liðandi stund.
Hið furðulega afl og hæfileiki undir-
vitundarinnar til þess að geyma og
„setja á svið” alls konar efni, sem
vitund okkar greinir og skilur aðeins
óljóst getur kannske skýrt hina
svokölluðu „skyggnidrauma”, þ.e.
þegar dreymt er fyrir daglátur. Þegar
dr. Faraday var lltil telpa i skóla,
dreymdi hana eitt sinn, að ein kenn-
slukonan hennar, ungfrú R. að nafni
hefði hlaupizt á brott frá heimavistar-
skólanum meö garðyrkjumanni
skólans. Hvati þessa draums var sú
tilkynning skólastýrunnar til
nemendanna morguninn á undan, að
ungfrú R. heföi þurft að fara burt til
þess að hjúkra móður sinni, sem hefði
skyndilega veikzt.
Ann skýrði frá draumnum við
morgunverðinn, og skólasystur
hennar „flissuðu ” mikið við til-
hugsunina um, að hin virðulega ungfrú
R. hefði gifzt myndarlega, unga
garðyrkjumanninum.” En nokkrum
vikum siðar fréttu þær, að þau hefðu i
raun og veru gengið I hjónaband. Og
auðvitað varð það nú mikil freisting
fyrir hinn unga dreymanda að gerast
„spákona”.
En hún minntist þess jafnframt, að
hún hafði séð ungfrú R. á gangi með
garðyrkjumanninum á skólalóðinni
a.m.k. einu sinni og líklega heldur
tvisvar. Hann hafði lika haldið burt frá
skólanum nokkrum dögum á undan
ungfrú R. Og þegar Ann gekk eitt sinn
fram hjá ungfrú R. á einum skóla-
ganginum, hafði hún heyrt hana raula
ástarljóð. Dr. Faraday heldur þvi
fram, að hinn „sofandi heili” (und-
irvitundin) hafi dregið saman allar
þessar visbendingar, þegar hann
fjallaði að næturlagi um ýmsa
viðburði dagsins, og hafi siðan „sett
þessi atriði á svið” sem myndasögu.
Geysilega þýðingarmiklar orð-
sendingar geta borizt til vitundarinnar
frá undirvitundinni á þessu hlutlæga
stigi.
Sálkönnuðurinn Eric Fromm segir, að
við séum oft skynsamari, vitrari og