Úrval - 01.10.1972, Page 70
68
ÚRVAL
dómgreind okkar sér meiri, meðan
okkur dreymir en meðan við erum
vakandi, og til eru áhrifamikil dæmi,
sem styðja þessa skoðun.
Otto Loewi lifeðlisfræðingur hafði
verið að hugsa um sendingu taugaboða
þennan dag sem oft áður. Og næstu
nótt dreymdi hann tilraun með tvo
froska.og átti hún að verða ákvarðandi
um það, hvort tilgáta hans i þessu efni
væri rétt. Hann vaknaði að draumnum
loknum, og var klukkan þá 3 að nóttu.
Samt flýtti hann sér fram í rann-
sóknarstofuna og hóf að framkvæma
þessa tilraun á nákvæmlega sama hátt
og I draumnum. Og hún heppnaðist.
Þessi innblástur sannaði efna-
fræðilega sendingu taugaboða um
likamann og ávann hinum innblásna
lifeðlisfræðingi nóbelsverðlaunin.
Friedrich August Kekulé efna-
fræðingur hafði alltaf hugsað sér,
að frumeindunum i benzenesameind
væri raðað i beina linu. Eina nóttina sá
hann frumeindirnar i
draumi sem dansandi slöngu,
sem beit skyndilega i halann á sér og
myndaði þannig hring. Þetta varð
Kekulé hvatning til þess að gera
rannsóknarstofutilraunir, sem sönn-
uðu, að frumeindunum væri skipað
þannig niður. Þessi uppgötvun hefu
verið kölluð snjallasta „spáin", sem
um getur i gervallri sögu lifrænu
efnafræðinnar.
Dr. Faraday segir, að komi ekkert
ákveðið eða augljóst fram i draumum
manns, skuli maður næst rannsaka þá
með það viðhorf i huga, að þeir spegli
viðhorf manna og hleypidóma, álit
manna á sjálfum sér og öðrum.
Sem dæmi um þetta nefnir hún
ungan mann, sem átti erfitt með að
taka ákvörðun um, hvort hann ætti að
segja lausu vellaunuðu starfi hjá
á eigin spýtur, sem mundi að visu færa
honum frelsi en jafnframt þvi öryggis-
skort. í draumi sá hann sjálfan sig
halda burt frá dýrlegum hádegisverði,
sem hann og fleiri voru að snæða úti i
náttúrunni, og lenda siðan i úrhellis-
rigningu, þegar hann var að klöngrast
upp bratta hamra. Skyndilega birtist
vinur hans efst á hömrunum og
hjálpaði honum upp yfir brúnina og
aðstoðaði hann, þangað til hann var
ekki lengur i neinni hættu.
í yeröld raunveruleikans var vin-
urinn kaupsýslumaður, sem hafði
sjálfur tekið sams konar ákvörðun og
byrjað að starfa sjálfstætt og sigrazt á
örðugleikunum.
* 1 slikum draumum, þar sem viðhorf
dreymandans speglast, er sköp-
unarmáttur hugans i hámarki og
skapar hvert táknið af öðru til þess að
koma orðsendingu sinni til skila. Unga
eiginkonu Jóhönnu að nafni, dreymdi,
að hún var stödd með vinnukonu sinni i
kastala, sem liktist helzt kirkju, og að
vinnukonan spurði hana, hvort hún
ætti að hreinsa gullið og silfrið.
Jóhanna svaraði þvi neitandi, þar eð
veggirnir voru að hruni komnir. Siðan
vaknaði hún altekin ótta, þegar
veggirnir hrundu allt i kringum hana
I augum Jóhönnu var orðsendingin,
að marga dýrmæta þætti væri að visu
að finna i hjónabandi hennar, sem
gullið og silfrið væru tákn fyrir, og
einnig væri þar að finna trúarlega
merkingu, sem byggingin táknaði, en
að hjónaband hennar væri samt að
gliðna i sundur. Hún vissi, að hjóna-
band hennar var reyndar i hættu i raun
og veru. En hún hafði sagt við sjálfa
sig, að það mundi lagast af sjálfu sér.
Draumurinn skýrði henni frá þvi, hver
væri hin raunveruiegaskoðun hennar i
þessu máli, og kom þeirri orðsendingu