Úrval - 01.10.1972, Page 71

Úrval - 01.10.1972, Page 71
HVAÐ TAKNAR DRAUMUR ÞINN? 69 til þess að bjarga hjónabandinu með þvi að ræða ástandið opinskátt og af einlægni við eiginmann sinn. Þriðja aðferðin til þess að hafa gagn af draumum er að rannsaka þá i þvi augnamiði að reyna að finna þar leynda uppsprettu ýmissa erfiðleika, sem snerta persónuleika okkar. Dæmi um slika rannsókanraðferð er lýsing og túlkun dr. Faradays á draumi, sem hana- dreymdi oft. t draumnum varð hún að velja á milli tveggja húsa, nýtizkulegs húss, sem var að mestu leyti úr gleri og stóð uppi á hæö, og notalegs, litils húss niðri við ströndina. Að hennar skoðun end- urspeglaði draumurinn átök innra með henni milli starfs utan heimilisins (þ.e. glerhúsið) og húsmóðurhlut- verksins (notalega húsið við strönd- ina). Hún vildi geta skyggrizt enn dýpra i hugskot sitt til þess að uppgötva grundvallarorsakir þessara átaka. Og þvi bað hún báða þætti draumsins að lýsa sinni hlið átakanna, að ræða um vandamálið við hana. Að baki þessari rannsóknar— og túlkunaraðferð liggur sú skoðun, að allar draumsýnir og myndir séu i kjarna sinum tjáning á hinum ýmsu þáttum persónuleika dreymandans. Þegar dr. Faraday leyfði húsinu á ströndinni að „tala sinu máli”, skýrði það frá þvi, að fjölskyldan, sem i þvi bjó, óttaðist hafið og hinar reibu öldur, sem ógnuðu öryggi þess. Hafið gaf sitt svar með þvi að vera kyrrt og lygnt, sem var þó ekki eðli þess. Deilur þessar fengu dr. Faraday til þess að gera sér grein fyrir þvi, að i átökunum innra með henni milli strangrar sjálfs- stjórnar og frjálsrar tilfinningalegrar tjáningar hafði hún bælt niður tilfinn- ingar sinar. „Boðskapur draumsins varð mér ljós,” skrifaði hún,,, þegar hafið, sem táknaði tilfinningar minar, sagði: „Ég hef rétt til þess að tjá mig.” Þá var komið til minna kasta að gera eitthvað I málinu.” Þú verður að muna drauma þina, eigir þú að geta ráðið i merkingu þeirra. Draumarannsakendur hafa tekið eftir þvi, að þrátt fyrir það, að langflest fólk virðist dreyma á hverri nóttu, man flest fólk drauma sina aðeins þriðja hvern morgun að meðaltali og annað fólk aðeins einu sinni i mánuði eða jafnvel einu sinni á ári. Og jafnvel dreymendur, sem dreymir mjög oft, verða fyrir þvi, að sýnir næturinnar svifa burt út vitund þeirra, nema þeir reyni af öllum mætti að halda i þær. Skrifið draumana niður Dr. Faraday hvetur til þess, að fólk gripi til sjálfssefjunar i þessu efni með þvi að segja við sjálft sig nokkrum sinnum, áður en það sofnar: „Ég skal ná draumi i nótt.” Hún ráðleggur fólki einnig að hafa blað og blýant hjá rúminu, svo að hægt sé að skrifa drauminn tafarlaust niður, þegar það vaknar. Auk sjálfs draumsins skaltu hripa niður allar hugmyndir þinar um það, hvaða merkingu þú leggur i drauminn og hvaða tengsl þér fannst þú kannast við i ýmsum hlutum hans. Skoðaðu siðan þessar athugasemdir þinar vandlega næsta dag og reyndu að komast til botns I þeim af fremsta megni með þvi að halda þig á þeirri braut, sem þegar hefur verið stungið upp á. Talmudinn, trúarbók Gyðinga, segir, að draumur, sem ekki hefur verið skilinn, sé eins og óopnað bréf. A hverri nóttu fáum við þýðingarmiklar orðsendingar frá undirvitundinni. Hvort sem við erum stödd þar i bifreið, sem steypist niður bratta brekku, eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.