Úrval - 01.10.1972, Qupperneq 88
86
JÓGÚRTBYLTINGIN MIKLA
og Istaðinn verið bætt með sætindum.
Meðan jógúrt var heilsusamleg,
gerði ekkert til, þótt hún væri súr, þvi
að lyf eiga ekki að bragðast vel. Eft-
irréttur verður hins vegar að vera
góður á bragðið, og þess vegna var
fariö að gera jógúrt sætari. Jafnframt
var hitaeiningum slátrað með þvi að
þeyta dálitlu af rjómanum úr
mjólkinni.
Fyrst var niðursoðinn ávöxtur látinn
á botn dósarinnar og neytendur beönir
að hræra i . Siðan var ávaxtasafa og
sykri blandað i réttinn i
verksmiðjunni, og þá fengum við
jógúrt nútimans, sem getur bragðazt á
tugi mismunandi vegu, til dæmis með
jarðarberja— kirsuberja—eða ferskju-
bragði. Sigurinn var unninn.
Búlgarar urðu manna elztir.
Sigurinn átti upptök sin i
Pasteur—stofnuninni i Frakklandi um
aldamótin. bar starfaði Élie Met-
chnikoff, fæddur i Rússlandi, sem
hlaut Nóbelsverðlaun árið 1908 fyrir
rannsóknir á hvitu blóðkornunum.
Hann hafði einnig áhuga á ellihrörnun,
og hann var sannfærður um, að
rotgerlar i ristli eitruðu likamann með
aldrinum og ættu sökina á ellihrörnun
likamans.
Ekki gat hann látið taka ristilinn úr
mönnum, og þá sneri Metchnikoff sér
að þvi að rannsaka dánarlikur i ýms-
um löndum með mismunandi
mataræði. Hann komst yfir tölur frá
Búlgariu, þar sem kom fram, að fjórir
af hverjum þúsund Búlgörum urðu 100
ára og meira. Búlgarar borðuðu jógúrt
manna mest i heimi. Þarna lá hund-
urinn grafinn. I jógúrt Búlgaranna
fann Metchnikoff geril, sem hann gaf
heitið Lactobacillus bulgaricus, og
hann útnefndi geril þennan band-
amann manna i baráttunni við
bannsetta rotgerlana.
Rannsóknir Methnikoffs vöktu
athygli fjármálamanns i Barcelona
er Isaac Carasso hét. Hann varð sér
úti um þessa vinveittu gerla frá
Búlgariu og Pasteur—stofnunin og hóf
að framleiða jógúrt, sem hann lét selja
i lyfjabúðum. Salan óx hægt og
örugglega, og hann setti á stofn dóttur-
fyrirtæki i Frakklandi, sem sonur
hans Daniel stýrði, en afurðina hafði
hann heitið i höfuð sonar sins og nefnt
Danone. Þetta fyrirtæki er enn stærsti
jógúrtframleiðandi heims.
Þegar önnur heimsstyrjöld brauzt út,
fluttist Carasso til Bandaríkjanna, og
þar keypti hann litla jógúrt-
verksmiðju, sem framleiddi fyrir
tyrknesk, arabisk og grisk hverfi i
New York og útborgum hennar. Hann
tók Joe Metzger inn i fyrirtækið,
Danone var breytt i Dannon, sem
betur féll Bandarikjamönnum, og
hafizt var handa um að gera jógúrt að
almenningsfæðu. Að styrjöldinni
lokinni hélt Carasso til Frakkiands til
að endurreisa fyrirtæki sitt þar.
Metzger varð forstjóri Dannons, og
hann hóf sölu á jógúrt sem matvöru
fyrir almenning. Það skyldi ekki
lengur teljast lyf einvörðungu.
Orðið jógúrt,. sem er komið úr
tyrknesku, hefur eitthvað við sig, sem
örvar kímnigáfu manna, og ekki sakar
þar frægð þessarar fæðu, „guðafæðu
grasæta i ilskóm”. Metzger og sonur
hans Juan söfnuðu bröndurum um
jógúrt, og á einni viku heyrðu þeir 24
nýja brandara i útvarpinu. Flestir
léku þeir með þá hæfni, sem jógúrt átti
að hafa til að varðveita æskuna. „Hver
þótti þér fyndnastur?” spurði faðirinn.
„Ætli það hafi ekki verið þessi um þá
97 ára gömlu, sem dó af barnsförum,