Úrval - 01.10.1972, Qupperneq 91
ENDURMINNINGAR
HERTOGANS
AF
WINDSOR
Hann lagði framtið sina i sölurnar fyrir konuna, sem hann
ann. Hvernig verða til manngerðir eins og Játvarður? 1
endurminningum hans, sem hér eru birtar, sjáum við hann
brjóta múra hefðarinnar, verða hinn fyrsti brezku
konungsættarinnar, sem var ,,öðruvisi” og komst upp með
það, uppreisnarmanninn prinsinn af Wales.
Úr Sunday Express
Fyrri hluti
febrúar árið 1919 sneri ég
vfí heim til Stóra Bretlands
vjC* eftir fjögurra ára
vlc þjónustu á vigvöllunum.
vlc það var skömmu áður en
\y
Lloyd George hrópaði
þessi aðvörunarorð: „Þreki og afli
sérhvers lands hefur verið gjöreytt.
öllum þjóðum hefur blætt úr sérhverri
æð sinni, og þetta eirðarleysi, sem
maður verður alls staðar var við, er
hitasótt blóðleysins. ,,En i augum ó-
kvænts tuttugu og fjögurra ára prins
var sú hitasótt umvafin glitrandi og
jafnvel æsandi dýrðarljóma.
Stræti Lundúna endurómuðu af
sigurgöngum. Ascotskeiðvöllurinn var
glæstur. Þar voru allir með gráa,
harða hatta likt og fyrir striðið. Og það
virtist sem það kynni að vera góður
fyrirboði um það lif, sem biði min, er
ég veðjaði á gæðing þann, sem
reyndist bera sigur úr býtum við
Derbyveðreiðarnar i Espom þá um
vorið. Það var i fyrsta skipti, sem mér
hafði tekizt að velja sigurvegara i
Derbyveðreiðunum, og svo fór, að það
varð i eina skiptið.
Ferðalög krónprinsins skipulögð.
Bretland var krökt af ungum
mönnum, sem höfðu nýlega losnað úr
herþjónustu, likt og ég, og veltu þvi nú
fyrir sér, hvernig haga skyldi framtið
sinni.
Ég hefði verið kyrr i Grenadier-
varðliðinu, að minnsta kosti um
nokkurn tima, hefði ég verið einn i
ráðum. En faðir minn hafði jafnvel
þegar tekið að skipuleggja það, áður
en ég varð laus við herþjónustuna,
hvernig haga skyldi fyrstu kynnum
minum af opinberu lifi og starfi og
hvernig ég ætti smám saman að takast
á hendur fyrstu skyldur minar sem
Prinsinn af Wales.
Herra David Lloyd George forsætis-
ráðherra hafði einnig áætlanir á