Úrval - 01.10.1972, Qupperneq 95

Úrval - 01.10.1972, Qupperneq 95
ÚRVAL 93 löndin óskuðu ef til vill ekki beinlínis eftir fjölleikahússýningu, en þau óskuöu áreiðanlega eftir sannkallaðri fyrsta flokks kjötkveðjuhátið, og þar átti Prinsinn af Wales að leika fjörugt, breytilegt hlutverk á eðlilegan hátt. Það voru tugir þúsunda á götum Quebecborgar, er ég kom þangað I sólskini siðari hluta dags. Ég ók upp til kastalans i opnum bil i fylgd Hertogans af Devonshire. Mér var vissulega ekkert nýnæmi i að sjá mannþyrpingu. En mannþyrpingin, sem ég hitti fyrir i Quebec og siðar um gervallt Kanada, reyndist svo framtakssöm og áköf, að hún kom mér stundum fyrir sjónir sem ógnþrungið fyrirbrigði. Fólkið var stjórnlaust og næstum grimmt i ákveðni sinni að svala for- vitni sinni um mig. Það ruddist aftur og aftur i gegnum lögregluraðirnar og sópaöi þeim burt. Ótti um öryggi. Það reif i vasaklútinn minn. Það reyndi að rifa hnappana af jakkanum minum. Þetta allt var að visu velkomin sönnun þess að brezka konungsfjölskyldan væri velmetin I hinum fjarlægustu hlutum Brezka Heimsveldisins, en þó fór svo, að ég tók ekki aðeins að óttast um mitt eigið öryggi, heldur einnig um öryggi Kanadamanna sjálfra. Enginn var jafnmikið skelfdur vegna þessarar ofsafengnu vinsemdar og vesalings gamli Sir Joseph Pope, en mannfjöldinn var hókstaflega að ræna mér úr „öruggum og reyndum hönd- um hans”. Hættum boðið heim. Ég var dálitið kviðinn, en það var aðeins vegna þess, að ég hafði sann- færzt um, að verið væri beinlinis að bjóða hættunum heim með hinum hátfðlegu skrautreiðum eftir stræt- unum, sem Sir Joseph Pope hafði skipulagt. Reiðhestarnir og vagn- hestarnir í Kanada voru óvanir þess háttar vinnu, og það var stöðugt hætta á, að þeir yrðu hræddir og fældust. Ég gat ekki sannfært Sir Joseph né Sir Henry um, hve vituriegt væri að hætta við þessi úreltu og óáreiðanlegu farartæki, þótt nokkrum sinnum lægi við slysum. Það þurfti hættulegan atburð i Toronto til þess að brjóta mótstöðu þeirra á bak aftur. Samband Fyrr- verandi Kanadiskra Hermanna úr Heimsstyrjöldinni hafði undirbúið stórkostlega skrautreið fyrir mig eftir götum borgarinnar, en þá áttu 27.000 fyrrverandi hermenn að safnast saman á sýningarsvæðinu. Mitt hlut- verk krafðist þess, að ég stigi á hestbak, riði meðfram röðum þeirra og siðan alvarlegur I bragði að palli öðrum megin svæðisins. Þar átti ég að stiga af baki, ganga upp þrepin og halda ræðu. Nú gerðist það, sem ég hafði óttazt, að gerast myndi. Um leið og ég kom I ljós á sýningarsvæðinu, riðluðust raðir hinna fyrrverandi hermanna, og þeir ruddust að mér hrópandi og æpandi i hyllingarskyni. Mannkösin gleypti mig. Fyrst sýndi hesturinn alveg aðdáunarverða sjálfsstjórn. En svo fann ég, að hann tók að titra, er mann- mergðin gleypti okkur báða. Hann hefði ekki getað prjónar og ruðzt burt, jafnvel þótt hann hefði æskt þess af eðlisávisun sinni, þvi mannmergðin hélt honum rigföstum likt og I skrúfstykki væri. Siðan var mér lyft af baki af sterkum höndum, áður en mig varði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.