Úrval - 01.10.1972, Síða 116
114
ENDURMINNINGAR HERTOGANS . . ..
dansleiksins er dimma tók. Á meðal
þeirra voru Pershing hershöföingi,
Weeks hermálaráöherra og dr.
Nicholas Murray Butler. Vegur lá I
bugðum heim að húsinu, og beggja
megin hans voru raðir af trjám. Trén
voru lýst með appelsfnulitum
ljóskerum.
Yfir þakinu gnæfði bandaríski
þjóðfáninn með stjörnum sínum og
röndum, sem hér voru myndaðar af
rafmagnsljósum. Sá fáni hlýtur hafa
sézt margar milur f burtu. Tvær
hljómsveitir, undir stjórn hins fræga
Pauls Whitemans sáu um hljómlistina.
Siðar um nóttina varö Whiteman
gripinn þeim innblæstri að þramma f
marsi umhverfis salinn með hljóm-
sveit sfna i halarófu á eftir sér, og
þræddu þeir sina slóð i sveigjum inni á
milli skuggalegra „kappa” i fullum
hertýgjum.
Það var fyrst um það leyti, er ég var
að búa mig undir að fara, að ég tók
eftir hlut nokkrum á borði i inn-
göngusalnum,— hlut sem var
ólíkur öllu öðru umhverfis hann. Þetta
var litil stytta, er virtist eiga aö tákna
verkamann með haka sinn i hendi sér..
„Hvað er þetta?” spurði ég hr.
Mackay.
„Þetta er eftirllking föður mins”
svaraöi hann hreykinn.Ég dáðist aö
hr. Mackay vegna þessa.
Skýrslur um athafnir minar.
Ég hafði drukkiö i mig vænan
skammt af bandariskri mállýzku og
orðatiltækjum, er sá timi var kominn,
að ég varð aö snúa aftur til Stóra
Bretlands. Einnig var mér tekið að
bragðast vel baðkeragin, og ég hafði
myndaö mér þá skoðun, að sérhver
Breti, sem væri sliks megnugur, ætti
að gera sér það aö venju að heimsækja
þetta mikla land að minnsta kosti einu
sinni á tveggja til þriggja ára fresti.
Bandarisku blöðin höföu fylgzt af
kostgæfni mikilli með rannsóknum
minum á bandarisku lifi og lifn-
aðarháttum til allrar óhamingju fyrir
vilja minn og löngun til slikra
rannsókna. Af fyrri reynslu bjóst ég
við þvl, að hinar litauðugri lýsingar
rötuðu vafalaust leiðina að skrifborði
föður mins heima i Balmoral. Mér
fannst þvi viturlegt að vinna fyrirfram
bug á tortryggni frá hans hendi.
Ég skrifaði honum lýsingu á
hinum hversdagslegri athöfnum
minum með það I huga, að beina
athygli hans frá áherzlu, sem blöðin
lögðu á veizluhöldin. Sú lýsing endaði
á þessum athugasemdum:
„ . . .Ég hef lært mikiö um band-
arisku blöðin . . .það er ekki hægt að
bera þau saman við brezku blöðin á
nokkurn hátt, þvi að bandariski
blaðareksturinn er miklu stórkostlegri
en okkar . . .þau eru full af ann-
arlegum og óhóflegum fyrirsögnum
dag hvern, sem þýðir það, að slikar
fyrirsagnir eru gleymdar næsta dag.
Stundum hljóma þessar fyrirsagnir
ekki sem bezt. En þetta er daglegur
siöur, og þvi er „gelt” þeirra og
„útlit” verra heldur en „glefs” þeirra
og „bit”.
Þangaö til klukkan sex að morgni.
En ég var ekki nógu fljótur. Það var
þegar óheillavænlegt bréf á leiðinni til
min.
18. septenber, 1924.
Balmoralkastala.
Kæri Davlð:
Mér var ánægja að þvi að fá bréf þitt
frá fjóröa þ.m. og aö heyra, að þú
skemmtir þér hiö ■ bezta útiá
Lönguey.
En samkvæmt daglegum skeytum I