Úrval - 01.10.1972, Page 119
TJRVAL
fjölmörg heiöursembætti i ýmsum
opinberum félögum og
góögeröafélögum, en faöir minn og afi
höföu skipaö þau á undan mér, og var
hér um nokkurs konar erfðir aö ræöa.
Hin mörgu hlutverk.
Ég var skipaöur I ráö Wales —
háskóla, 1 stjórn Bretlands-safns, var
kjörinn forseti ýmsra góögeröar-
stofnana, þar á meðal Sankti Bar-
tholomeusar-sjúkrahússins,
Sjúkrahússjóö Játvarðs konungs fyrir
Lundúni og Konunglega Björgunar-
bátafélagsins. Þessi embætti
min voru tákn um framkvæmd
þessararmargendurteknu yfirlýsingar
minnar: „Mér finnst þaö mikill heiöur
aö feta i fótspor afa mins og fööur
takast á hendur þetta háa embætti og
halda þannig við hinu konunglega
sambandi viö hinn ágæta og göfga
fálagsskap yöar.”
Auövitaö var ætlazt til þess, að ég
gegndi þessum heföbundnu störfum
eftir minni beztu getu, en að ööru leyti
var ég látinn ráöa, hvaö ég geröi. Mér
var frjálst aö vinna eins mikið eða lítiö
I þjónustu almennings og ég vildi, er
þessum heföbundnu störfum haföi
veriö gegnt.
Ný starfssviö.
Þaö stóö yfir timabil breytinga I
brezku lifi.Og starf mitt sem Prinsins
af Wales, eins og ég tókst sam-
vizkusamlega á hendur að túlka þaö ,
bar mig .þvi skjótt með sér inn á ný
sviö, sem höföu hingaö til legið utan
starfssviðs konungborins fólks.
Tilbreytingarleysi hinna opinberu
starfa I London var rofiö af tíðum
feröum til annarra héraöa landsins og
I þessum feröum heimsótti ég land-
búnaöarsýningar og heima-
vistarskóla, vigði nýja björgunarbáta i
117
einhverri afskektri björgunarstöð,
skoöaöi ný hús, sem byggð höföu verið
handa fyrrverandi hermönnum eða
leit inn I drengjaklúbb I fátækra-
hverfum.
Það var vani minn aö fara aö
minnsta kosti einu sinni á ári til ein-
hvers af stóru búgöröunum I Corn-
wall—hertogadæminu I Vestur -
Englandi, sem ég haföi ráösmennsku
yfir og öfluöu rnér tekna, en þær tekjur
notaði ég til aö standa síraum af
útgjöldum minum. En sú nýbreytni i
starfi Prinsins af Wales eftir stríðið,
sem varö mér til mestrar hvatn-
ingar, var sú venja mln að fara 1 tíöar
þriggja daga feröir til hinna ýmsu
miklu iðnaðarhéraöa.
Ég sá fólkiö.
Þessar útrásir minar út um landiö,
sem endurspegi uðu áhuga minn á
viöskiptum og iönaði, voru rökrétt
framhaid Heimsveldisferða
minna. 1 þessum útrásarferöum
mlnum kom ég æ ofan I æ i dalina meö
kolanámunum i Suður- Wales, til hinna
sótsvörtu héraða I Mið-Englandi og á
bakka Clydeárinnar.
í Yorkhúsinu hafði ég hengt upp
stórt landabréf af Bretlandseyjum. í
það stakk ég prjónum, sem sýndu þá
staði, sem ég haföi heimsótt. Þannig
kynntist ég landi minu allt frá
Scillyeyjunum til Caithness, frá
Rothesay til Dover.
Smám saman kynntist ég betur
brezku llfi með ölium þess
margvislegu sjónarmiöum heidur en
nokkur forfeðra minna hafði nokkru
sinni kynnzt þvi. Ég haföi að minnsta
kosti séð heimili hins óbreytía almúga
og vinnustaði, þótt ég gæti ef til vill
ekki sagt, að ég þekkti fólkiö sjálft.