Úrval - 01.10.1972, Side 126
124
ENDURMINNINGAR HERTOGANS . . .
a6 taka þátt t veðreiöum og létir þér
nægja refaveiðarnar.”
„Ég skal auðvitað gera, eins og þið
pabbi óskiö, ef það hllfir þér við
frekari áhyggjum,” sagði ég.
Og þannig hætti ég ófúslega því eina
viðfangsefni, sem veitti keppnislöngun
minni útrás. Það var þýðingarlaust
fyrir mig að halda áfram veiðum, þar
eð hestar mtnir voru aö mestu leyti
þjálfaöir fyrir hindrunarhlaup.
Ég seldi alla hestana þann vetur. Og
nú tók ég að snúa mér æ meir að
golfleik I hressingarskyni, — leik
hinna varkárari manna.
Ferð um kolahéruðin.
Um þetta leyti t janúar, 1929, bar
fundum okkar hr. Baldwins, for-
sætisráöherrans, óvænt saman. A
þeim fundi lærði ég í vissum skilningi
mina fyrstu lextu I vinnuaðferðum
kæns stjórnmálaheila.
Brezki kolaiönaöurinn var þegar
orðinn illa á vegi staddur um þær
mundir. Mörg kolavinnslufélög höfðu
neyöst til aö loka námum, er ekki
borgaði sig að vinna úr, en þetta varð
til þess að skapa atvinnuleysi t heiium
héruðum I Suður Wales, Miðlönd-
unum, Yorksktri, Durham og
Láglöndunum t Skotlandi og koma
þeim á vonarvöl.
Þessi sorgarsaga var smám saman
skýrð fyrir mér t bréfum, sem send
voru til mtn sem Prinsins af Wales.
Snéru sér til min.
Ég haföi lengi haft sambandi við
ýmis félög og sambönd fyrrverandi
hermanna og sjóliða. Margir fyrr-
verandi hermenn og sjóliðar litu þvt á
mig sem sinn konunglega vernd-
arvætt. Námumenn, sem höfðu áður
verið Iherþjónustu, snéru sér til min t
þessu efni og báöu mig um að beita
áhrifavaldi mtnu hjá stjórninni og fá
hana til að gera eitthvað I þessu efni.
Ef til vil að hafa þeir snúið sér til mín
vegna þess, að þeir vissu ekki, til
hverra annarra þeir gætu snúið
sér. Það virtist þvt vera rétt, að ég léti
mig þessa dapurlegu þróun málanna
einhverju skipta. Ég var að velta þvt
fyrir mér, hvernig ég ætti helzt að
snúa mér I þessu, þegar verzlun-
armaður nokkur úr
Norðurhéruðunum, Sir Alexander
snéri sér til mín með þá upp-
ástungu, að óg færi I ttarlega ferð um
kolahéruöin i Durham og Norðymbra-
landi, en þar var ástandið einna
verst.
Ég braut heilan um kvaðninguna.
Sir Alexander fullvissaði mig um, að
návist mln myndi efla von
námumannanna og sýna þeim, að
þeim væri ekki alveg gleymt.
„Stjórnin virðist ekki skilja, hversu
ástandið er alvarlegt hér fyrir
norðan,” sagði Sir Alexander
alvarlega.
Ég haföi ferðazt um þessi héruö á
betri dögum, og því virtist það enn
þýðingarmeira, að ég sæi þau nú.
þegar ógæfan haföi boriö þar að
höndum.
Sir Alexander Leith var ein af
stoðum Ihaldsflokksins og fyrrverandi
formaður Norðurhéraðaráðsins. Ég
tók því aöstoð hans í þessu efni, og lét
hann um að skipuleggja þriggja daga
ferð mína um kolahéruðin.
Þaö var nistandi kuldi. Ég fékk þau
skilaboö frá forsætisráðherranum,
daginn áður en ég ætlaöi frá London,
að hann vildi gjarnan finna mig
tafarlaust. Ég braut heilann um, hver
gæti verið ástæðan fyrir sltkri brýnni
kvaöningu á hans fund, og fór
tafarlaust til neðri deildar þingsins.