Úrval - 01.09.1973, Side 44
42
ÚRVAL
af ryki og hávaða. Þá komust þeir
gegnum hurðina. Að síðustu fann
ég hendur undir öxlum mér, sem
reyndu að draga mig út. Ég sá ó-
ljóst dökkleit andlit í skæru sólar-
ljósinu, hvítuna í augum þeirra og
tönnum. En ég vissi ekki, hver
þeirra var Hubert.
Allan tímann, sem ég lá þarna
föst, hafði mig dreymt aftur og aft-
ur um að geta teygt úr handleggj-
um og fótum. Nú var ég laus, en
gat samt ekki hreyft mig, ekki einu
sinni snúið höfðinu. Ég fann tárin
renna niður kinnarnar, en vissi, að
ég grét af gleði.
Þeir réttu mig á milli sín upp
göngin.
Ég heyrði gleðióp, þegar ég kom
upp, en ég gat enn ekki hreyft mig.
Sjúkrabörurnar voru settar inn í
sjúkrabíl, og hann hossaðist yfir
grjótið unz við komum á veginn,
sem lá til hjálparstöðvarinnar í
frönsku flotastöðinni. Þar hitti ég
Jerry og það var eins og að verða
ástfangin að nýju, eins og Guð
hefði leyst mig frá dauða og gefið
mér annað tækifæri til að snúa aft-
ur til lífsins.
Það var meira en þrem mánuðum
seinna, sem frönsku heryfirvöldin
í Marokkó komu á móti, svo að ég
og Jerry gætum hitt franska björg-
unarliðið. Ég hitti þá einn af öðrum:
Vincent Rivier, sem fann Díönu og
Jerrý, og Jacques Durand, sem var
með honum. Þá var þar Jacques
Daumas, sem hafði leyst Hubert af
dálitla stund. Og nú kom Hubert
þarna og brosti niður til mín, og ég
sá hann í fyrsta sinn. Hann var hár
og herðabreiður, með dökkt hár og
bros, sem skein bæði af augum og
munni.
Ég leit snöggt á Jerry, því að ég
fann tárin koma fram í augun, og
hann brosti og kinkaði kolli. Hu-
bert og ég féllumst í faðma, og
hann kyssti mig á kinnina og hélt
mér frá sér til að virða mig fyrir
sér og brosti aftur, og ég vissi, að
eins lengi og ég lifði, mundi ég
aldrei gleyma þessum franska
pilti, sem hafði haldið um fætur
mína hlýjum höndum sínum og
sagt, að hann elskaði mig, og þann-
ig dregið mig til baka út úr gröf-
inni til lífsins aftur.
Stjórnmálamaður spyr aðstoðarmann sinn: „Hvernig á ég að
bregðast við ásökunum um, að ég sé óákveðinn? Á ég að svara þeim,
eða finnst þér, að ég ætti að láta þeim ósvarað, eða svara þeim að
nokkru leyti eða hvað?“
Kona við aðra konu: George segist styðja kvenfrelsisbaráttuna og
heimtar, að ég fari að vinna úti.