Úrval - 01.09.1973, Page 52

Úrval - 01.09.1973, Page 52
50 ÚRVAL Fólk virðist ekki reikna með, að læða sem getur alið kettlinga, laum- ast oftlega á afvikinn stað til að fæða. Hún eignast tíðum fjóra til sjö kettlinga sem aldrei komast undir manna hendur, þeir verða hálfvilltir, ævinlega hungraðir og því grimmir, og enda ævina oftast í hundskjafti eða hreinlega drepast úr vosbúð og hungri. Mörg dýra- verndunarfélög sem reka .,dýra- skýli“ hafa nú tekið upp þá reglu, að afhenda ekki eða selja gæludýr, nema viðkomandi skepna hafi verið vönuð eða gelt. Hafi dýrið ekki náð nægilega háum aldri til að gangast undir aðgerðina (það verður að vera a. m. k. 6 mánaða), þá krefst seljandinn dálítillar fjárhæðar til viðbótar við söluverðið, en þeirri fjárhæð er síðan skilað aftur þegar nýi eigandinn kemur með sönnun um að gæludýr hans hafi verið van- að. Sum ,,dýra-skýlin“ vana dýr á eigin spýtur fyrir smávægilega þóknun eða alveg ókeypis. Mörg bæjarfélög hafa í seinni tíð reynt að bregðast við hunda- og katta- plágunni nýju með því að taka á stefnuskrá sína rekstur „dýra-skýla“ þar sem vananir eða geldingar geta farið fram, og þetta eftirlit með fjölguninni er borgað af almanna- fé. Fyrsta stofnunin af þessu tagi var opnuð í Los Angeles árið 1971. Ýms blöð sem dýraverndunarsam- tök gefa út, svo sem tímaritið „Mo- dern Veterinary Practice" hafa stungið upp á því, að eigendur allra gæludýra ættu að vera skyldaðir með lögum til að láta gelda dýr sín. Aðeins dýr alin til undaneldis skulu fá að vera ógelt, og það fólk sem endilega vill hafa dýr sín ógelt skuli þá greiða þann munað háu verði. Meðan þessi umræða stendur nú í Bandaríkjunum, þá vinna nokkrir vísindamenn, svo sem Lloyd C. Faulkner við Ríkisháskólann í Colo- rado, að því að finna upp hentugt lyf til að gera dýr ófrjó. Faulkner og aðstoðarfólk hans hefur raunar fundið upp bóluefni, unnið úr hor- mónum nautgripa, sem hefur verið notað til að gera hunda ófrjóa, og virðast engar tiltakanlegar hliðar- verkanir fylgja lyfi þessu. Faulkner reiknar með að lyf þetta verði til- búið til markaðsdreifingar innan fárra ára, og þá verði það raunar tvíþætt. Hægt verði að sprauta því í hunda í eitt skipti fyrir öll, en einnig verði hægt að gefa hundinum vægari skammt, og dugi það þá ein- ungis í skamman tíma í senn. Eftir að þau höfðu verið saman í heilt ár, í róðri á bátkænu yfir Kyrrahafið, lýstu John Fairfax og Sylvia Cook því yfir, að þau ætluðu ekki að gifta sig. „Hann yrði alveg hræðilegur eiginmaður," sagði ungfrú Cook. „Hver mundi vilja giftast manni, sem færi í svona ferðalög?“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.