Úrval - 01.09.1973, Page 59
HVERNIG Á AÐ TALA VIÐ BARNIÐ?
57
ingsskap og hrokablæ þess, sem allt
veit betur.
Við þurfum að losna við þessar
gagnrýnisköldu athugasemdir; eins
og:
Hvenær viltu þú eiginlega læra?
Hvað er að þér barn? Hve oft hef
ég sagt þér þetta? Heyrirðu ekki til
mín?
Athugaðu aðstæður og atvik, en
ekki fyrst og fremst persónuleika
barnsins.
Gerðu ekki árás á barnið, eins og
foreldrar Lalla litla, tíu ára drengs,
sem hafði brotið glas.
Móðirin: „Hvað er eiginlega að
þér drengur?" Faðirinn: „Hann
getur ekki að þessu gert, fæddur
klaufi.“
Svona gagnrýni og aðfinnslur rífa
niður persónuleika og sjálfsmat
barnsins, særa það að hjartarótum
út af smámunum.
Barn trúir yfirleitt foreldrum sín-
um og leikur það hlutverk, sem því
er veitt og ætlað. Klaufinn verður
þá klaufalegur. Lækningin: Glasið
brotnaði. Hér skal vöndurinn á
loft!
HVERNIG LÆTUR ÞÚ GREMJU
ÞÍNA f LJÓS VIÐ BÖRN?
Lýstu því, sem þú sérð, hvað þér
finnst og við hverju þú býst. Segðu
ekkert um barnið sjálft.
Auðmýktu það ekki, gerðu ekki
árás á persónuleika þess, móðgaðu
ekki sjálfsvirðingu þess.
Hlífðu barninu við þessu, með
því að segja heldur:
„Nú er ég undrandi, æstur eða
reiður,“ eftir atvikum. En segðu al-
drei:
„Þú ert asni.“ „Sjáðu, hvað þú
hefur gert.“
Til aga og áhrifa vegur gramm
af kyrrlátum athugasemdum meira
en kíló af refsingum og skömmum.
Lena, sem var 10 ára, át með há-
vaða og opnum munni, svo faðir
hennar æpti:
„Burt frá borðinu. Þú ert eins og
grís. Veiztu hvað grís er?“
„Já,“ æpti Lena á móti: „Það er
sonur svínsins."
Þessi særandi orðaskipti hefði
mátt spara með því, að pabbi Lenu
hefði sagt á þessa leið:
„Lena mín, þetta smjatt finnst
mér ekki skemmtilegt."
Og hvað svo, ef þú sleppir þér
og strýkir krakkann? Þetta getur
alla hent.
„Ég verð svo æst við son minn,
að ég gef honum stundum löðr-
ung,“ sagði kona við mig.
„En er ég verð aftur róleg, segi
ég við hann, fyrirgefðu, við erum
öll mannleg og þú varst svo erfið-
ur við mig“.
Þessi kona fór skynsamlega að.
Rólegt samtal um erfið atvik gerir
gott.
HVERNIG Á AÐ TAKA
ÓHEIÐARLEIKA?
Forðastu að koma barni til að
grípa til verndarlygi. Gerðu það
ekki hrætt við þig.
Ef barninu mistekst á prófi t. d.
þá skaltu ekki spyrja:
„Féllstu nú á prófinu?“
Sumir spyrja svona til að vita,
hvað barnið segir.
En betra væri að segja:
„Okkur var tilkynnt frá skólan-