Úrval - 01.09.1973, Síða 59

Úrval - 01.09.1973, Síða 59
HVERNIG Á AÐ TALA VIÐ BARNIÐ? 57 ingsskap og hrokablæ þess, sem allt veit betur. Við þurfum að losna við þessar gagnrýnisköldu athugasemdir; eins og: Hvenær viltu þú eiginlega læra? Hvað er að þér barn? Hve oft hef ég sagt þér þetta? Heyrirðu ekki til mín? Athugaðu aðstæður og atvik, en ekki fyrst og fremst persónuleika barnsins. Gerðu ekki árás á barnið, eins og foreldrar Lalla litla, tíu ára drengs, sem hafði brotið glas. Móðirin: „Hvað er eiginlega að þér drengur?" Faðirinn: „Hann getur ekki að þessu gert, fæddur klaufi.“ Svona gagnrýni og aðfinnslur rífa niður persónuleika og sjálfsmat barnsins, særa það að hjartarótum út af smámunum. Barn trúir yfirleitt foreldrum sín- um og leikur það hlutverk, sem því er veitt og ætlað. Klaufinn verður þá klaufalegur. Lækningin: Glasið brotnaði. Hér skal vöndurinn á loft! HVERNIG LÆTUR ÞÚ GREMJU ÞÍNA f LJÓS VIÐ BÖRN? Lýstu því, sem þú sérð, hvað þér finnst og við hverju þú býst. Segðu ekkert um barnið sjálft. Auðmýktu það ekki, gerðu ekki árás á persónuleika þess, móðgaðu ekki sjálfsvirðingu þess. Hlífðu barninu við þessu, með því að segja heldur: „Nú er ég undrandi, æstur eða reiður,“ eftir atvikum. En segðu al- drei: „Þú ert asni.“ „Sjáðu, hvað þú hefur gert.“ Til aga og áhrifa vegur gramm af kyrrlátum athugasemdum meira en kíló af refsingum og skömmum. Lena, sem var 10 ára, át með há- vaða og opnum munni, svo faðir hennar æpti: „Burt frá borðinu. Þú ert eins og grís. Veiztu hvað grís er?“ „Já,“ æpti Lena á móti: „Það er sonur svínsins." Þessi særandi orðaskipti hefði mátt spara með því, að pabbi Lenu hefði sagt á þessa leið: „Lena mín, þetta smjatt finnst mér ekki skemmtilegt." Og hvað svo, ef þú sleppir þér og strýkir krakkann? Þetta getur alla hent. „Ég verð svo æst við son minn, að ég gef honum stundum löðr- ung,“ sagði kona við mig. „En er ég verð aftur róleg, segi ég við hann, fyrirgefðu, við erum öll mannleg og þú varst svo erfið- ur við mig“. Þessi kona fór skynsamlega að. Rólegt samtal um erfið atvik gerir gott. HVERNIG Á AÐ TAKA ÓHEIÐARLEIKA? Forðastu að koma barni til að grípa til verndarlygi. Gerðu það ekki hrætt við þig. Ef barninu mistekst á prófi t. d. þá skaltu ekki spyrja: „Féllstu nú á prófinu?“ Sumir spyrja svona til að vita, hvað barnið segir. En betra væri að segja: „Okkur var tilkynnt frá skólan-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.