Úrval - 01.09.1973, Side 83
SKIP UMSKRIFAR SÖGU JARÐAR
81
og bergtegundir sem næðust upp úr
borholunum og komast að ákveð-
inni niðurstöðu varðandi breyting-
ar á hafsbotni og meginlöndum: Er
hafsbotninn að klofna? Eru megin-
löndin að færast til?
Rannsóknarferð þessi, sem hófst
án þess að margir veittu henni at-
hygli, er nú álitin einhver bezt
heppnaði vísindaleiðangur sögunn-
ar. Hinn vísindalegi ávinningur
sem af leiðangrinum varð, mun hafa
áhrif á vísindalegan og menningar-
legan skilning næstu kynslóða.
Nú þarf ekki lengur að efast um
að jarðskorpan er samansett af
grjót- eða klettalögum sem liggja
eins og mörg belti um heitan, fljót-
andi massan, sem fyllir miðpunkt
jarðar. Nú þarf heldur ekki að ef-
ast um að þessi skorpa eða kletta-
belti myndast á einum stað þar sem
hraun vellur upp um sprungur í
miðjum hafdjúpum og þau eyðast
annars staðar þar sem þau brotna
niður í djúpar sprungur eða gjár
undir meginlöndunum. Og á frem-
ur hrikalegum andartökum þegar
klettalögin aðskiljast og springa,
verða til eldgýgir og fjöll og eyjar
myndast.
Ofanskráðri niðurstöðu bjuggust
vísindamenn raunar við. En enginn
mun hafa haft svo frjótt ímyndun-
arafl til að sjá fyrir ýmsar niður-
stöður sem rannsóknir Glomar
Challenger vörpuðu ljósi á. Þótt
vísindamenn kappræði enn um ýms
smáatriði, þá hafa þeir þó komizt
að eftirfarandi:
• Hreyfingar jarðskorpunnar
eru miklum mun flóknari en áður
var trúað. Þær hafa stanzað með
öllu, byrjað aftur, hert á sér, hægt
á sér, jafnvel breytt stefnu, breytt
lögum bæði úthafa og meginlanda
með brambolti sínu. Margt bendir t.
d. til þess að Iberiuskaginn hafi
sprungið út frá Norður-Ameríku á
undan meginlandi Evrópu og hafi
síðan lent saman við Evrópu og
Pyreneafjöll.
• Yfirborð jarðar hreyfist upp
og niður næstum því jafnhratt og
jörðin sjálf hreyfist áfram. Lands-
svæði sem áður tilheyrði megin-
landi, svæði á stærð við Bretland,
þar sem áður þrifust fornaldareðlur,
spendýr og fuglar, hefur sokkið í
sjó, heila mílu niður í Atlantshafið
milli frlands og íslands. Ýms önn-
ur lítil „meginlönd" hafa sokkið í
Suður-Atlantshaf, Kyrrahaf, Ind-
landshaf og hafið kringum Nýja-
Sjáland.
• f um það bil eina og hálfa
milljón ára, var Miðjarðarhafið
dauða dalur, eins konar heitt, líf-
laust og vatnslaust gímald sem lá
tvær mílur undir sjávarborði. Þetta
mikla kar fylltist aftur af sjó fyrir
um-það bil 5,5 milljónum ára þegar
sprunga kom í vesturenda þess og
sjór úr djúpum Atlantshafsins rudd-
ist inn.
• Vegna hreyfinga hafsbotnsins,
hafa þeir hafsbotnar sem fyrrum
ólu af sér byrjun lífs á jörðinni,
löngu horfið. Og samanborið við
hin ráðsettu gömlu meginlönd, sem
óhætt mun að fullyrða að séu 3500
milljón ára gömul, þá eru hafs-
botnar nútímans landfræðileg smá-
börn, enginn eldri en 180 milljón
ára.
• Margfalt meiri málm-auðæfi