Úrval - 01.09.1973, Side 86
84
ÚRVAL
að vera kolsvört. Stundum mjúk
eins og súrmjólk, stundum í föstu
formi og þá hörð sem grjót.
Vísindamönnum er þessi leðja
hins vegar sem safarík lesning í
bókasafni, ótölulegur fjöldi alls
konar upplýsinga, ritaðar á tungu-
máli, sem þeir hafa lært að lesa.
Áhugaverðast í þeirra augum eru
kalksteingervingar smágerðra dýra
og plantna sem lifðu fyrir milljón-
um ára en líkamir þeirra hrúguðust
síðan upp á botninum. Vísindamenn-
irnir geta með því, að rannsaka
undir smásjá líkami þessara forn-
aldardýra, ekki einungis ákvarðað
aldur þeirra í ármilljónum, heldur
einnig séð hvar í hafsbotninum til-
tekin smálífvera var á tilteknum
tíma, við hvaða skilyrði lífveran
lifði þá, hvers eðlis andrúmsloftið
var og hve djúpt það vatn var sem
lá undir.
Margt er einnig hægt að læra af
jarðefnum þeim, sem botninn
mynda. Mörg svæði sjávarbotnsins
eru þakin rauðum leir, sem mynd-
azt hefur af ryki sem fokið hefur
af meginlöndunum og í hafið, eða
borizt til hafsins með ám og fljót-
um. Mismunandi samsetning þess-
ara leirlaga gefur oft vitneskju um
af hvers konar landi leirinn hefur
borizt. Hvort hann hefur fokið úr
eyðimörkum, borizt úr gjósandi eld-
fjöllum í eða við hafið.
Það er ljóst, að það er ekki á-
hlaupsverk að skapa nýja sögu haf-
svæðanna úr öllum þeim aragrúa
smálífvera, málm- og bergtegunda
sem vísindamenn afla sér. Eini sam-
anburðurinn sem hægt er að gera,
væri að ætla sér að skrifa nýja
menningarsögu löngu gleymds sam-
félags með því að velta fyrir sér
fáeinum múrsteinsbrotum úr löngu
eyddu húsi eða skoða steingerð fót-
spor í smásjá.
Veltið fyrir yður þessari gátu:
Elzta sýnishornið sem fannst á botni
Miðjarðarhafsins, gaf til kynna að
Miðjarðarhafið hafi eitt sinn verið
angi af Indlandshafi, þar eð umrætt
sýnishorn hafði aðeins fundizt þar.
En ofan við þetta umrædda sýnis-
horn, tveim mílum neðan við sjáv-
arborð, rákust vísindamennirnir á
lag af matarsalti, lagið var míla á
þykkt og mikið af því í formi an-
hydrats, sem aðeins verður þegar
saltið hefur verið bakað í sól um
langa hríð eða af öðrum ástæðum
náð að hitna vel yfir 100 gráður á
Fahrenheit.
Af þessu gátu þeir ekki annað
en dregið þá ályktun, að hafið hafi
verið einangrað frá öðrum höfum
jarðar fyrir sjö milljónum ára, með-
an yfir stóð einn af mörgum á-
rekstrum milli Evrópu og Afríku,
en einmitt þessir árekstrar mynduðu
Alpana. Þar sem Miðjarðarhafið var
þannig einangrað, þá halda vísinda-
mennirnir því fram að um eitt skeið
hafi það alveg þornað upp! Síðan
eða fyrir 5,5 milljónum ára, rudd-
ist sjórinn aftur inn í hinn vatns-
lausa dauðadal. Talið er að í þúsund
ár hafi sjór úr Atlantshafinu verið
að fylla upp hið nýja Miðjarðar-
haf.
Þessi vitneskja um Miðjarðarhaf-
ið, verður að teljast hið markverð-
asta í þeim nýju upplýsingum sem
tekizt hefur að safna um þróun og
myndun jarðarinnar. Vísindamenn