Úrval - 01.09.1973, Page 117
MEISTARI HROLLVEKJUNNAR
115
fram aftur í sömu mynd. „’Ég vil að
áhorfendur hætti að svipast um eft-
ir mér“, segir hann, „og haldi áfram
að fylgjast með þræðinum."
Leikarinn Norman Lloyd hefur
sagt, að Hitchcock viti meira um
tæknilegu atriðin við kvikmynda-
framleiðslu, en nokkur annar sem
til Hollywood hefur komið. „Þegar
við vorum við töku myndarinnar
„Saboteur", sem ég lék titilhlut-
verkið í, var Hitchcock bak við
kvikmyndatökuvélina. Við vorum á
hafnarbakka í New York, þar sem
franska flutningaskipið Normandie
lá á hliðinni, eytt af eldi. Hann
beindi til skiptis linsu kvikmynda-
tökuvélarinnar að mér sitjandi í
leigubíl á ferð eftir West Side High-
way og brunnu skipsflakinu. Fyrst
að mér sitjandi í leigubílnum, síðan
að skipinu á hliðinni, þá aftur að
mér þar sem ég brosti fleðrulega.
Þetta var gert af snilli snillingsins,
hvert einasta fet filmunnar hitti
beint í mark.“
Nú á dögum er Hitchcock eini
kvikmyndaleikstjórinn, sem getið
hefur sér þann orðstír fyrir vönd-
uð vinnubrögð, að nafn hans er
þekkt kvikmyndahúsagestum frá
Brooklyn til Bombay. „Óvissa, sem
andstæða launungar," segir hann,
„gefur áhorfandanum vísbendingu
í því augnamiði að gera hann á-
hyggjufullan. Aftur á móti er laun-
ung að mestu sneydd vísbending-
um.“
Á árinu 1944 fékk hann hug-
myndina að myndinni „Notorious".
Hún er byggð á dularfullum til-
raunum Nasista í Brazilíu við ein-
hvers konar súper-sprengju. Hann
sneri sér til eðlisfræðingsins Rob-
ert Millikan við California Insti-
tute of Technology og spurði hann
um möguleikana á framleiðslu
slíkra vopna. Millikan, sem vann
við gerð bandarísku atóm-sprengj-
unnar með ýtrustu leynd, eyddi
tveim tímum í að sannfæra Hitch-
cock um að slíkt væri óframkvæm-
anlegt. Það var ekki fyrr en eftir
að Bandaríkjamenn vörpuðu atóm-
sprengjunni á Hirosima, að Hitch-
cock skildi hvers vegna honum
hafði verið veitt eftirför eftir við-
ræður hans við Millikan.
Þegar Hitchcock hefur fengið
hugmynd að söguþræði nýrrar
myndar, vinnur hann í striklotu
með samstarfsmönnum sínum að
fullgera söguþráðinn svo aðeins er
eftir að bæta við samtölum og skil-
greina skapgerð einstakra hlut-
verka. Vegna tilhneigingar til að
bæta góðlátlegu gríni í myndir sín-
ar segir hann: „Þú getur ekki hald-
ið áhorfendum í stöðugri spennu í
tvo tíma án þess að gefa þeim tæki-
færi til að slappa af.“ En hlátrinum
er alltaf fylgt eftir af nýrri stíg-
andi. „Til dæmis,“ segir hann, „höf-
um við karl- og kvenhetju ein í
herbergi sannfærð um að morð-
inginn bíði handan hurðarinnar.
Hurðin opnast hægt, og þegar áhorf
andinn byrjar að súpa hveljur,
gengur köttur inn. Það slaknar á
taugum áhorfandans og hann hlær
— þar til hann uppgötvar, að morð-
inginn er ekki utandyra heldur inn-
andyra, með skammbyssu beinda að
karl- og kvenhetjunni. Þá fyrst sýp-
ur áhorfandinn hveljur."
Hitchcock hefur alltaf sjálfur yf-