Úrval - 01.09.1973, Side 127
NÝ MEGRUNARAÐFERÐ
125
fleiri mjög feitar en meðal karl-
anna, eða meira en 20 kg yfir nor-
malvigt. Árangur af meðferðinni
var áberandi betri meðal karla en
kvenna. Það kom greinilega í ljós,
að árangurinn var þeim mun lakari
sem sjúklingarnir voru feitari. Frá
þeirri reglu voru þó undantekning-
ar. Þannig tókst einum karlmanni
að ná af sér allri yfirvigtinni, þ. e.
37 kg, og kona, sem var 42 kg of
þung, losnaði við 39 kg. En þetta
eru hreinar undantekningar hjá
mjög feitu fólki, sem hefir verið of
feitt áratugum saman. Á hinn bóg-
inn er tiltöluleg auðvelt að fást við
offitu, sem hefur ekki staðið lengi.
Um þriðjungur sjúklinganna var
ekki haldinn neinum sérstökum
sjúkdómi, en tæpur þriðjungur var
með kransæðasjúkdóm, og allmarg-
ir gengu með kviðslit eða þindar-
slit.
Um 30% karlanna höfðu byrjað
að fitna innan við 15 ára aldur og
59% milli 30 og 55 ára. Hjá 42%
kvennanna hafði offitan byrjað inn-
an við 15 ára aldur, hjá 29% í sam-
bandi við barneignir og hjá 22% á
aldrinum milli 30 og 55 ára. Höf-
undur kennir sælgætisáti fyrst og
fremst um offitu barna.
Margar konur byrja að fitna,
þegar þær ganga með fyrsta barn
sitt, eða í síðari þungunum. Því hef-
ir oft verið haldið fram, að þetta
stafi af breytingum á hormónastarf-
semi. Fyrir því eru engar sannanir.
Hitt er sanni nær, að konan fari,
vísvitandi eða ósjálfrátt, að borða
meira í þeirri trú, að hún þurfi að
„borða fyrir tvo“ og gefi því mat-
arlystinni lausan tauminn. Einfald-
ur útreikningur sýnir, að hér er
um mikinn misskilning að ræða.
Nýfætt barn vegur kringum 20
merkur eða 5 kg. Sé þessari þyngd-
araukningu jafnað niður á með-
göngutímann, verða það að meðal-
tali tæp 20 grömm á dag. Að vísu
er þyngdaraukning mest síðari
hluta meðgöngutímans, en á móti
kemur hitt, að ríflega helmingur
barnslíkamans er vatn. Enn meira
vatn inniheldur fylgjan, og legvatn
kemur auðvitað frá aukinni vatns-
neyzlu. Nú eru í fjölda matvæli
þurrefni, sem nema 20—50 grömm-
um í hverjum 100 grömmum mat-
ar, t. d. í mjólk um 16 grömm, í
kartöflum um 15, í brauði 60—70,
í kjöti yfir 30, og í mörgum þess-
ara matvæla er eggjahvítan ein 5—
10 grömm í hverjum 100 grömmum.
Af þessu liggur í augum uppi, að
ekki þarf að auka matartekjuna
nema mjög óverulega um með-
göngutímann. Er full ástæða til að
vara konur við ofáti á þessu tíma-
bili, m. a. til að koma í veg fyrir,
að barnið verði stærra og þyngra
en ella, en það gerir bæði með-
göngu og fæðingu erfiðari. Það eru
gæði eða kostir matarins, sem hafa
miklu meiri þýðingu en fæðumagn-
ið. Og sama gildir, meðan konan
hefir barn sitt á brjósti. Það er eðli-
legt, að móðirin hafi þetta tímabil
heldur meiri matarlyst en áður. En
þá er sú hætta á ferðum, að matar-
lyst og fæðutekja haldist óbreytt,
þegar brjóstgjöf sleppir, og þá fer
konan að fitna. Reynsla Kemps
læknis var sú, að konur þyngdust
oft um 6 kg með hverju barni. Mjög
var þetta þó breytilegt, sumar