Úrval - 01.02.1975, Síða 7
SEKTARSAMNINGAR — ÓGNUN . . .
5
sóknarinn, Richard Hikuh. Sem bet-
ur fór voru tvær aðrar ákærur fyr-
ir vopnað rán á hendur þessum
sama manni, og Kuh bjó þannig
um hnútana, að um þær varð ekki
samið.
Þessi sami þrýetingur hefur
áhrif á dómara, sem eru oft mild-
ari í garð afbrotarpanna, sem játa
sekt sína, heldur en þeirra, sem
eru sakfelldir eftir eðlilega máls-
meðfrð. Nákvæmum lögfræðingum
þykir þessi hlutdrægni óþolandi,
því engum ætti að refsa, þótt hann
neytti hins stjórnarskrárlega réttar
síns, svo mál hans hljóti fulla dóms
meðferð. Samt tíðkast þetta í mörg-
um réttarsölum og afleiðingin er
sú, að fyrir getur komið að sak-
laus ákærður sé dæmdur. f skýrslu
þjóðlegu ráðgjafarnefndarinnar
segir: „Fyrir kemur, að sá, sem
ákærður er saklaus, láti sannfær-
ast um, að þar sem hann hljóti
harðari dóm, ef honum tekst ekki
að sanna sakleysi sitt fyrir rétti,
sé það í hans þágu að játa á sig
sekt, þótt hann sé saklaus."
Annað vandamál samfara sekt-
arsamningum er það, að í þeim
miklu önnum, sem fylgja glæpa-
réttarkerfinu í stórum borgum, er
líklegast að verjandinn nái ekki
tali af opinberum verjanda sínum,
nema fáeinar mínútur áður en hann
kemur fyrir réttinn. Eftir svo stutt
samband er líklegt, að lögmaður-
inn hafi ekki nema lítilfjörlega
hugmynd um, hvort skjólstæðingur
hans er sekur eða ekki. Þá er mjög
sennilegt, að hann leiti eftir sekt-
arsamningum, sem æskilegasta úr-
ræðinu. Rannsókn, sem gerð var
1972 í fjórum ríkjum, leiddi í ljós,
að 38% glæparéttarlögmanna, sem
könnunin náði til, taldi það rétt
vera, að verjendur beinlínis neyddu
skjólstæðinga sína til að gefa yfir-
lýsingar, sem skjólstæðingarnir
voru eindregið á móti.
Sektarsamningar ýta einnig und-
ir víðtæka vantrú á öllu glæpa-
réttarkerfinu meðal sakborninga,
almennings og fórnarlamba glæpa.
Þar að auki leiðir sektarsamninga-
kerfið til þess, að saksóknarar „yf-
irkæra“ — leggja fram alvarlegri
kærur en . afbrotið réttlætir, til að
efla samningsaðstöðu sína. Kerfið
kemur líka mjög ójafnt niður, eft-
ir velvild saksóknaranna og að-
ferðum og samningslipurð verjand-
anna. Niðurstaðan er sú, að sumir
sakborningar sleppa betur en aðr-
ir, sem framið hafa sama afbrotið.
HIN HLIÐIN Á MÁLINU. Ef þar
með væri öll sagan sögð, væri auð-
velt að fyrirskipa niðurfellingu
sektarsamninga og auka og bæta
aðstöðu dómstóla, dómara og sak-
sóknara til að fást við fjölgun rétt-
arhalda. En það er eitt af því, sem
gerir málin svo flókin, að til er þó
nokkur réttlæting á sektarsamning-
unum.
Til dæmis má nota sektarsamn-
insa til að afla upplýsinga. Þannig
var það í Watergatemálinu með
John Dean, sem hafði verið sam-
rdnnubvður við rannsóknardómar-
ann. Honum var leyft að játa á
sig að hafa reynt að villa um fyrir
réttvísinni og hafa svikið við banda-
rísku þjóðina, en öðrum alvarleg-
um ákærum sleppt. Afleiðingin var
sú, að hann var dæmdur til eins