Úrval - 01.02.1975, Side 8
6
ÚRVAL
til fjögurra ára fangelsisvistar,
sem er skemmri fangelsisdómur en
hann kynni annars að hafa fengið.
Sömuleiðis getur saksóknari verið
mildur við innbrotsþjóf, í þeim til-
gangi að komast að yfirmanni hans
eða húsbónda, en slíkir bakhjarlar
hafa lag á því að standa að jafnaði
svo fjarri, að erfitt er að hafa
hendur í hári þeirra.
Sektarsamningar geta líka verið
réttlætanlegir, þegar mál er að
komast í þrot. Sem dæmi má nefna,
að ungur maður var dreginn fyrir
dóm síðla árs 1974 í New York
City fyrir morð af yfirlögðu ráði,
rán og morð við lögbrot (morð
sem framið er við annað lögbrot).
Fórnarlambið hafði verið rænt og
stungið til bana. Þótt tvö vitni
bæru, að sakborningur hefði haft
morðvopnið undir höndum, þegar
giæpurinn var framinn, sýknaði
kviðdómurinn hann af morði af yf-
irlögðu ráði og á öðrum degi gafst
hann upp við að kveða upp úr-
skurð um hin afbrotin.
Ákæruvaldið ákvað að efna ekki
til annarra réttarhalda, en komst
að samkomulagi um, að sakborn-
ingurinn viðurkenndi ránið, en
morðákærunni yrði sleppt. Þetta
endaði með því, að sakborningur-
inn var dæmdur í 25 ára fangelsis-
vist, og ekki kom til greina að
hann væri látinn laus til reynslu
fyrr en eftir að hann hefði afplán-
að átta ár og fjóra mánuði.
GAGNGERAR ENDURBÆTUR.
Þótt fullkomin niðurfelling sektar-
samninga sé ekki rétta lausnin,
verðu1' að draga verulega úr bess-
ari aðferð og tryggja á einhvern
hátt, að hún sé ekki misnotuð. Ým-
iss konar endurbætur eru á döf-
inni. Skrifstofa héraðssaksóknara í
Brooklyn í New York stofnsetti til
dæmis árið 1973 skrifstofu fyrir
meiriháttar glæpi (Major Offensive
Bureau — MOB) til að annast glæpi
svo sem innbrot, rán, nauðganir,
árásir og morðtilraunir, án þess að
á þeim yrði óhæfilegur dráttur og
með ströngum reglum um sektar-
samninga.
Þetta hefur óhjákvæmilega fleiri
réttarhöld í för með sér, en reynsla
sú, sem fengist hefur á víð og dreif
um landið, sýnir, að það er ekki
óviðráðanlegur vandi. Þegar harð-
línustefna gagnvart sektarsamning-
um var tekin upp af hálfu sak-
sóknarans í Cook-sýslu í Illinois,
Bernard Carey, síðla árs 1972,
fjölgaði dómsmálunum úr 1000 á
árinu 1973 í 700 fyrstu sex mánuði
1974 — 1400 mál alls, á ársgrund-
velli. En þessari aukningu var auð-
veldlega mætt með fimm nýjum
glæparéttarsölum og með því að
nota undirréttarsali að hluta, og
fjöldi afgreiddra mála, þar sem
sakbomingur var dæmdur, jókst úr
511 árið 1973 í 3.718 fyrri helming
1974 — eða um 4.400 á ársgrund-
velli.
En lang veigamesta tilraunin til
að draga úr sektarsamningum er í
Multnomahsýslu í Oregon, þar sem
Haas, héraðssaksóknari, setti síðla
árs 1973 upp sérstaka deild sex
saksóknarafulltrúa til að sækja mál
í þremur tegundum glæpa — inn-
brot í hús, vopnuðum ránum og
bakhíarlastarfsemi — það er að
segja þeirri starfsemi. þar sem hin-