Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 13
11
ÉG BARST TIL HAFS MEÐ FLÓÐBYLGJU
synda, svo við héldumst mjög fast
í hendur og óðum eins hratt og við
gátum. Nú var ekki langt eftir. „Við
höfum það! Við höfum það!“ end-
urtók ég án afláts. „Slepptu mér
ekki — við höfum þetta af.“
Svo skall enn ný flóðbylgja yfir
okkur. Hún reif Fay frá mér og
ég veltist um í vatninu, sem bar
mig með ógnarhraða að skörðótt-
um, hvössum klettunum við odd-
ann. Ég gaf upp alla von um að
sleppa á lífi og slakaði algjörlega
á, svo ég varð jafn máttlaus og
sveigjanleg og þangflyksa. Það
bjargaði lífi mínu.
Ósjálfrátt hélt ég niðri í mér
andanum. Þegar ég rakst á klett-
ana, fannst mér ég heyra beinin í
mér brotna og kjötið flettast af.
Ég beið aðeins dauðans, og á með-
an flugu skýrar hugsanir í gegn-
um hug minn. Ég man þær mjög
greinilega. Ég hugsaði um bróður
minn, sem hafði komið lifandi úr
þriggja ára herþjónustu, en ég —
ósköp venjuleg kennslukona með
ævintýralaust og áhyggjulaust líf,
var nú í þann veginn að bíða skelfi-
legan dauðdaga. Ég hugsaði um
Lebert Fernandes, einn af læknum
staðarins, sem ég hafði hitt við
skólahátíð skömmu eftir komu
okkar til Hawaii. Við höfðum hist
oft síðan og við höfðum ætlað að
vera saman í kvöld. Við vissum
bæði, að við vorum ástfangin, en
nú var það allt um liðið. Þótt mér
fyndist á þessum andartökum lungu
mín vera að bresta. hugsaði ég um
allar þær milljónir manna, sem dá-
ið höfðu í gegnum aldirnar, á sama
hátt og ég átti nú að deyja. Dauð-
inn er hin miskunnarlausu og end-
anlegu endalok — það skynjar
maður best, þegar maður stendur
andspænis sínum eigin dauða.
Allt í einu tók ég hálf óljóst
eftir nokkrum loftbólum og ljós
barst til mín niður í djúp myrk-
ursins. Lungun þoldu ekki meira
— nú var þessu lokið. Ég dró
djúpt andann og — andaði að mér
hreinu, fersku lofti! Fyrir eitthvert
kraftaverk var ég komin upp á yf-
irborðið. Meðan ég sogaði gráðug
að mér lífgefandi loftið, fór ég að
gera úttekt á stöðu minni. Fyrst
reyndi ég að hreyfa handleggina
og uppgötvaði mér til furðu, að
þeir voru enn á sínum stað. Þá
reyndi ég með fótunum. Þeir voru
einnig í eigu minni ennþá. Ég gat
séð. En ég heyrði ekki neitt; hinn
mikli þrýstingur á hljóðhimnurn-
ar hafði gert mig heyrnarlausa um
sinn. Ég var í ólgandi og freyð-
andi hljóðlausu hafi. Ég byrjaði að
synda með klaufalegum og mátt-
leysislegum sundtökum, en með
þeim tókst mér að komast á lygn-
ara vatn hinum megin við klettana.
Mér kom á óvart, hve vel mér gekk
að halda mér fljótandi, þar til mér
varð ljóst. að ég hélt dauðahaldi
í timburbrak — grænmálað bretti,
sem var u. þ. b. jafn langt og breitt
og ég sjálf. Ég lyfti mér eins hátt
upp úr sjónum og ég gat og hróp-
aði á hjálp. Ég var að fá heyrnina
aftur og ég skelfdist við að heyra
rödd mína. Hún var hás og eins og
brostin. Þá kom ég auga á strönd-
ina í fjarska og freyðandi hafið
milli mín og hennar, og mér varð
ljóst, að enginn gæti heyrt til mín.