Úrval - 01.02.1975, Side 16
14
ÚRVAL
„Ertu slösuð?“ spurði hann. En
ég gat ekki svarað. „Marsue, get-
urðu klöngrast hérna yfir í bát-
inn?“ Nú fékk ég röddina aftur.
„Eg er ekki í neinum fötum.“
„Skítt með það,“ sagði hann,
klöngraðist yfir í gúmmíbátinn,
vafði utan um mig teppi og lyfti
mér yfir í mótorbátinn sinn.
Tveir drengir úr skólanum mín-
um voru einnig um borð. Annar
lá á bátsbotninum og leit fremur
út fyrir að vera dauður en lifandi.
Hinn sat uppréttur og starði fram
fyrir sig. Höfuðið var alreifað sára-
bindum, andlitið stíft og augun
sviplaus. Þetta var sama augnaráð-
ið og ég hafði séð hjá börnunum,
sem bárust á bylgjuföldunum áð-
ur.
Þögull og áhyggjufullur skari
beið okkar við ströndina. Hann beið
já, en Dorothy, Helen, Fay og
Tómas litli og 169 aðrir sneru al-
drei til baka. Mér var lyft og Le-
bert bar mig upp í bílinn sinn.
Drengirnir tveir voru lagðir í aft-
ursætið, og svo var okkur ekið á
sjúkrahúsið. Þar var ég vafin í
teppi og grafin í hitapokum, en ég
skalf stöðugt af kulda. Varir mín-
ar voru bláar svo klukkutímum
skipti, en seint og um síðir sofnaði
ég og svaf mestan hluta dagsins.
Þegar ég vaknaði, sat Lebert við
rúmstokkinn. Lengi sagði hvorugt
okkar nokkuð, en að lokum sagði
hann óendanlega blíðlega og fal-
lega. „Marsue, viltu giftast mér?“
Ég gat ekki kysst hann, því ég
var með fjögur saumspor í neðri
vörinni. En við erum mjög, mjög
hamingjusöm.
☆
Gamli maðurinn sagði: Eitt verður þú að læra. Sýndu aldrei
neinum, að þú sért latur. Fjörmikið fólk tryllist alveg, ef þú
sparar kraftana í nærveru þess.
Þetta er eitt af vandamálum kvenna. Þær eiga aflvaka í eigin
barmi. Það gerir þær hoppandi vondar að sjá menn skemmta sér
við eitthvað, sem ekki krefst orku.
Þess vegna var handfæraveiði fundin upp. Hún fjarlægir mann
iðntækninni. Letingjar fiska mest og verða ríkir að síðustu, þar
eð þeir hafa tíma til að hreinsa heilann og „komast niður á jafn-
sléttu“.
Robert Ruark.