Úrval - 01.02.1975, Page 17
15
Gefið lífimi lit — en gerið það rétt. Hér gefnr innan-
húsarkitekt ráðleggingar um litanotkun.
ALEXANDRA STODDARD
Áður
en þú velur
heimili þínu liti
kkert í heiminum segir
okkur eins mikið um
okkur sjálf, eins og lit-
irnir, sem við veljum.
Þeir eru eðlileg túlkun
á persónuleika okkar,
og hafa bæði fagurfræðilega og
sálfræðilega mikil áhrif á alla okk-
ar tilveru. Og þar að auki eru þeir
ódýrasti og fljótvirkasti mátinn til
að endurnýja umhverfi okkar á.
í verslunum er hægt að finna
allt það, sem hugurinn girnist af
litum — í þúsundum tóna (fyrir
utan öll tilbrigði af svörtu og
hvítu), í málningu, teppum, vefn-
aðarvöru, húsgögnum, nytjahiut-
*****
*
*
*
*
*
*****
um og skrautmunum. Listin er
fólgin í því að velja „sína eigin
liti“ og samræma þá í eina heild,
sem gefur einmitt það andrúms-
loft, sem maður óskar, og líður vel
í. Þess vegna er nauðsynlegt að
vita nokkuð um sérkenni litanna.
Liturinn er sá eiginleiki hlutanna,
sem við grípum fyrst; hann er oft
meira áberandi en formið. Ljós og
litur hafa náið samhengi. Litar-
agnirnar gleypa hluta af ljósinu,
en senda hluta af því til baka.
Augað greinir þann hlutann, sem
endurvarpast. Hlutur, sem gleypir
næstum allar ljósbylgjur, lítur úr
fyrir að vera svartur, sem raun-