Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 19
ÁÐUR EN ÞÚ VELUR IiEIMlLl ÞÍNU LITI
17
in á hótelinu voru meS áberandi
röndum, rósrauðum, gulum og
grænum, og áður en ysti sólbrun-
inn var horfinn, höfðu þessir vinir
mínir fundið sér nokkur hand-
klæði með sömu glöðu litunum í
kjörbúðinni heima hjá sér. Þá voru
þau orðin litaglöð minning um vel
heppnaða skemmtiferð og lífgaði
upp á svart og hvítt baðherbergið
þeirra.
Það, sem við borðum, getur líka
gefið litahugmyndir: kirsuberja-
rautt, eplagrænt, súkkulaðibrúnt.
Skerið appelsínu þvert yfir og tak-
ið eftir, hve litbrigðin eru í góðu
samræmi frá berkinum og inn að
kjarna. Eða sítrónu, melónu eða
ber. Ef þið eruð sérstaklega hrifin
af einhverju málverki, er ekki slæm
hugmynd að nota litina úr því á
stofuna heima. Bestu litarfletirnir
úr málverkinu geta orðið fyrir-
mynd á veggi og gólfteppi, minni
fletirnir á sófa og stóla, og minnstu
fletirnir á gluggatjöld, púða og
lampa.
ÞRÍR ÞÆTTIR. Rétt eins og ljós-
myndari, tekur innanhússarkitekt
tillit til þriggja grundvallarþátta:
bakgrunns, forgrunns og skerpu.
ímyndið ykkur, að þið þurfið að
taka mynd af garði. Himinn og
grasflöt, blóm í forgrunni og í
mestu skerpunni eldrauður túlí-
pani. Ef maður þarf að yfirfæra
þessa mynd á innréttingu, getur
maður notað ljósa veggi, gras-
grænt teppi og blómaliti á himin-
bláum bakgrunninum í áklæði
(ekki er þó nauðsynlegt að nota
blómamynstur). Loks er hægt að
fullkomna þetta með túlípanarauð-
um púða, vasa eða lampaskermi
— eða því sem best væri: Vendi
af nýjum, rauðum túlípönum.
Nauðsynlegt er að gefa herbergj-
unum föst, samstillt litaeinkenni.
Til að skapa samhengi er nauð-
synlegt að velja aðallit, sem kemur
fyrir aítur og aftur á stærstu lita-
flötunum. Við getum sjaldan notað
,,hreina“ liti á heimilum okkar, en
verðum að nota „mettaða" eða
„deyfða“ liti — það er að segja,
liti, sem eru dempaðir með hvítu
eða gráu, svo þeir verði þægilegir
fyrir augað. Þegar við höfum
ákveðið grunnliti herbergisins, get-
um við farið að hugsa um það, sem
við köllum viðaukalitina. Þeir mega
gjarnan vera djarfari, því þeir eru
notaðir í minna mæli — eins og
rauðir gluggakarmar á hvítt hús.
Hefur þú lítið eða dimmt her-
bergi, sem þú vilt gjarnan að virki
stærra og svalara? Notaðu þá bak-
grunnsliti eins ljósa og hægt er.
Við getum ímyndað okkur lítið
hei'bergi, sem snýr í norður með
fögru útsýni. Þá geturðu sem best
notað eplagræna teppið, sem þú
sjálfsagt hefur þar nú þegar, en
þar sem glugginn veit í norður,
virkar herbergið dálítið dimmt, og
hér getur þú rétt náttúrunni hjálp-
arhönd. Málaðu veggina með hlýj-
um, sólgulum lit, sem gerir svalt
norðanljósið vinsamlegra. Áklæðið
á húsgögnunum á líka að vera ljóst,
kannski grófofið áklæði, ljósgrænt,
gult og hvítt. Þar að auki skaltu
nota létt, hvít gluggatjöld, sem eins
og draga útsýnið inn í herbergið.
Abríkósugulu og rauðu litirnir, sem
þú saknar kannski, geta komið á