Úrval - 01.02.1975, Page 23

Úrval - 01.02.1975, Page 23
21 „LISTAMAÐUR í ÞÁGU HINNA ÞURFANDI" það leyti sem greiðslum úr trygg- ingunum átti að ljúka, gekkst hann undir hjartaaðgerð. Hann léttist nú um 40 pund. Lengi var hann að ná sér, en loks íékk hann aftur heilsu og gat tekið til við hjálparstarfið með enn meiri krafti en áður. Hann taldi nú ýmiss konar sam- tök á að vera með og ávarpaði samkomur, þar sem flestir gáfu sig fram til einhvers. Hann fékk félög til að stofna til „hjálparviku", sem átti að sýna fram á þörfina fyrir ýmiss konar aðstoð. Hann fékk að flytja ávarp í út- varpið og gerði þar í stuttu máli grein fyrir hinum ýmsu nauðsynj- um hjálparþurfandi fólks. Maður, sem var á ferð til flugvallar, hlýddi á ávarpið, sneri við og lagði fram 50 dala virði (um 6000 kr.) í græn- meti handa fátækri fjölskyldu og flýtti sér svo að ná í flugvélina, sem hann ætlaði með. Svipað var um fleiri. Hann gat útvegað hjálp handa fyrrverandi föngum, sem þurftu að koma sér upp húsnæði, og fékk til þess 35 smiði og sjálfboðaliða. Einn þeirra, sem hafði verið 18 ár í haldi, sagði: „Hefði samfélagið sýnt mér slíkan skilning, þegar ég var ung- lingur, hefði ég sjálfsagt aldrei komið í fangelsi." Alls telur McDonald „Bræðra- lagið“ sitt hafa nú þegar hlaupið undir bagga í 7000 tilvikum, allt frá því að flytja krabbameinssjúk- ling í kobaltmeðferð til þess að moka snjó af húströppum hjá öldr- uðu fólki. Nixon og Hubert Humphrey rit- uðu honum viðurkenningarbréf, og stjórn Minneasota-fylkis hefur lýst ánægju sinni með „Bræðralag" Mc- Donalds. Líknarsamtök hafa hvað eftir annað leitað til hans, þar sem skrif- stofubákn þeirra eru stundum allt- of lengi að leysa vandamál fólks í alls konar kröggum. Mesta heiður- inn, sem honum hefur hlotnast, fékk hann þó hjá 2000 sjálfboðalið- um sínum. „Það er mikill heiður að fá hring- ingu og fá að vera þátttakandi," segir maður nokkur. „írsku töfr- arnir hans eyða öllum undanfærsl- um. Hann er sannur listamaður í þágu hinna þurfandi." Ekki alls fyrir löngu hringdi maður með sjálfsmorð í huga. „Það er einhver hringing í höfðinu á mér, og ég vil deyja.“ „Ertu of þreyttur?" spurði McDonald. „Já,“ sagði maðurinn. „Ertu áhyggjufull- ur yfir vandræðum þínum?“ „Já,“ svaraði maðurinn. „Heyrðu, vin- ur,“ sagði McDonald, „ef þú ert í vanda með þín eigin vandræði, þá hugsaðu um annarra vandræði." Tom McDonald veit, hvað hann syngur. ☆
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.