Úrval - 01.02.1975, Side 27

Úrval - 01.02.1975, Side 27
LITAST UM Á GULLSTRÖND KALIFORNÍU 25 sporvagnana, fiskibryggjuna, ferj- urnar, Alcatraz, þar sem ferðamenn hafa leyst refsifangana af hóími, nýársdrekana í Kínahverfinu, trúða og tónlistarmenn á götuhorninu, blómabúðir í verslunarhverfinu. — Handan hafnarinnar, sem má kall- ast fullkomin frá náttúrunnar hendi, er Sausalito þar sem strand- lengjan er stórfengleg; iðandi líf á hafnarbakka Oakland borgar, þar sem umferðin er enn meiri en í San Francisco, og villur auðmann- anna í hlíðum gulbrúnna hæðanna. Hinum megin við Santa Cruz liggur þjóðvegur 1 til suðurs um grænmetisakra til Monterey, höf- uðborgar Kaliforníu, hvort sem um spænskar eða mexíkanskar stjórn- ir var að ræða. Það er á þessum slóðum, sem John Steinbeck lætur landbúnaðarverkamenn sína starfa, unnast og reisa loftkastala. Gömlu niðursuðuverksmiðjurnar hafa lagt upp laupana og í staðinn komið veitingastáðir og verslanir, sem byggja tilveru sína á ferðamönn- um. Og í útjaðri bæjarins er hin 27 km langa og fagra strandgata. Sunnan á skaganum er Carmel. Þar var eitt sinn listamannaný- lenda, en í dag byggir bærinn til- veru sína á upphafinni fegurð, húsum í enskum stíl, umferðar- hnútum á sumrin og trúboðsstöð- inni San Carlos de Borromeo de Carmelo, sem nú hefur verið end- ui'byggð og er fordyrið að sögu Kaliforníu. Hér var það krossinn en ekki sverðið, sem ruddi braut- ina fyrir landnemana. Faðir Juní- pero Serra var leiðtogi trúboða, sem þekkti rvoru undir nafninu „Sigurvegarar krossmarksins“, hann gekk í land í Monterey árið 1770 og flutti síðar aðalstöðvar sín- ar til Carmel. Þrátt fyrir lélega heilsu og háan aldur (nær sjötug- ur), gekk Serra þúsundir kíló- metra meðfram ströndinni og stofn- aði til samans 21 trúboðsstöð á vegum fransiksusarreglunnar. Þær urðu miðstöðvar margs konar starfsemi: gistihús fyrir ferðamenn, hafnir fyrir verslunarflota, þar voru kyptar húðir og tólg frá býl- um trúboðanna, þar fór fram trú- arbragðakennsla og þar höfðu þús- undir indíána lífsviðurværi sitt. Tíu mínútna leið suður af Car- mel trúboðsstöðinni er Point Iobos fólkvangurinn, þar sem sjá má í hnotskurn næ rallt, sem náttúran býður fram á strönd Kaliforníu. Þar eru klettamyndanir, víkur og eyjar, þar sem ýmsir fuglar, sem leita ætis í sjónum gera sér hreið- ur, og þar eru sker og boðar, bar sem brimið rís stöðugt. Sæljón eru í sólbaði á klöppunum en oturinn leikur franskan trúð í fjöruborð- inu. í sjónmáli er hafsvæðið, sem kaliforníski gráhvalurinn leggur leið sína um. Þetta fimmtán metra langa spendýr, sem getur orðið um 40 tonn, er stórfengleg sjón, þegar hann siglir framhjá, blásandi vatns súlu hátt til lofts, á leið sinni frá ætisstöðvunum í Beringshafi til burðarstöðvanna i Baja California í mars og nóvember ár hvert. Næstu 130 km til San Simeon hangir þjóðvegur 1 í Santa Lucia fjöllunum, sem rísa upp úr hafinu. Þetta svæði heitir Big Sur, sem jafnframt því að vera eitt hrjóstr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.