Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 30
28
TJRVAL
fólk gengur meðal sögufrægra húsa
og getur litið inn í dagblaðasafnið.
Skammt frá San Diego er Scripps
haffræðistofnunin í La Jolla og sæ-
dýrasafnið Mission Bay, sem kost-
aði sex milljarða að byggja.
Baðströndin í San Diego er hvorki
meira né minna en 110 km á lengd.
Þar er Silfurströndin, sem allir dá,
og nær hún allt suður til Mexíkó.
Á sumrin er allt þakið af baðgest-
um, en þennan janúardag, sem við
komum á ströndina, var allt autt.
Sviptivindar blésu af hafi og fjöldi
máva leitaði sér skjóls og svefn-
staðar í klettunum. Við stóðum og
horfðum yfir Kyrrahafið, allt út
að sjóndeildarhring, og hugsuðum
um frumherjana, sem ferðuðust yf-
ir heilt meginland til þessarar
strandar, sem þá hafði dreymt um.
Margir hafa fylgt í fótspor þeirra.
☆
Fáir okkar hlusta opnum eyrum á bá, sem eru okkur ósam-
mála. Okku.r langar alltaf að fá eitthvert bergmál eigin skoðana
og hugmynda, en satt að segja þurfum við helst að heyra það,
sem er þvert á móti okkar eigin sjónarmiðum.
Þegar Darwin var upp á sitt besta, ritaði hann í minnisbók sína
allt, sem mælti á móti kennisetningum hans, og sagði síðar:
„Annars hefði mér hætt til að gieyma því, sem andstætt var,
og óskhyggjan um mínar eigin hugsanir alveg tekið völdin.“
Sydney J. Harris.
Einn af helstu máttarstólpum lýðræðisskipulags stjórnar er það,
að mælt er með að frjálslyndir og íhaldssamir gefi báðir og þiggi.
Sé svipast um á ferli sögunnar, getur enginn flokkur nokkru
sinni gert kröfu til að hafa einkarétt á visku eða sannleika. Báð-
um megin er skipulag og lifandi framleiðsla hvors tveggja. Hinir
frjálslyndu sömdu sjálfstæðisyfirlýsinguna. Hinir íhaldssömu hafa
hangið í bretum fram á þennan dag. Hinir íhaldssömu sömdu hins
vegar stjórnarskrána. Hinir frjálslyndu höfðu raunverulega ekk-
ert með hana að gera. Það þurfti því „tvo til“ að mynda þjóðar-
samfélag okkar. Og það þarf enn „tvo til“ að styrkja það og halda
því sterku. Uppbyggilegt frjálslyndi og íhald eru ívaf og uppi-
staða þess vefs, sem heitir líf í Bandaríkjunum.
Gale W. Mc Gee, bandarískur þingmaður.