Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 32
30
Karen og hvert öðru fyrir slíkan
sigur og það, sem hafði gert þetta
mögulegt.
Annars er Karen ekki óvön sigr-
um. Allt frá fæðingu hefur líf
hennar verið óslitin sigurganga
„yfir raunveruleikanum".
„Líkamlega afbrigðileg“, skrif-
uðu læknarnir á skýrslublaðið
hennar.
Með því skyldi sagt, að hún
mundi aldrei sippa, hlaupa og leika
sér líkt og önnur heilbrigð börn,
aldrei klappa hundi né lesa rós af
runna.
Hún mundi heldur aldrei gæla
við sína eigin móður. Hún taldi
sig ekki geta horfst í augu við þá
raun, sem fötlun Karenar olli, svo
að hún skildi hana eftir á spítal-
anum, þar sem betur yrði annast
um hana en hún yrði nokkru sinni
fær um. Seinna var Karen svo
flutt í annað sjúkrahús.
Þegar hun var tveggja ára, voru
gerðir fætur handa henni. „Aðeins
til skrauts“, eins og það var orðað.
En Karen ætlaði lengra. Með að-
stoð lækna, hjúkrunarkvenna og
nunna á sjúkrahúsinu lærði hún
að ganga innan tveggja mánaða.
„Fjölskylda“ hennar á spítalanum
hughreysti hana, þjálfaði hana og
annaðist af ástúð og nærgætni. En
í fimm ár kom enginn til að ætt-
leiða Karen.
En svo kom De Bolts fólkið til
sögunnar. Dorothy De Bolt hafði
fyrst ættleitt barn árið 1957. Hún
og fyrri maður hennar, Ted At-
wood, ólu upp einn son og fjórar
dætur, sem þau áttu sjálf, en fréttu
af böli Kóreubarna, sem fleygt var
ÚRVAL
bókstaflega eins og rusli manna
milli.
Þau ákváðu að taka að sér tvo
munaðarleysingja frá Kóreu, Kim
og Marty. Ted Atwood lézt úr
heilakrabba árið 1963. En þar með
varð ekki endir á góðvild Dorothy.
Árið 1969 ættleiddi hún tvo viet-
namska drengi, Tich og Arh, sem
hlotið höfðu varanlega fötlun eftir
amerískar sprengjur. Árið 1970
giftist hún Robert De Bolt, fram-
kvæmdastjóra í stóru bygginga-
firma. Dóttir frá fyrra hjónabandi
bætti svo tíunda barninu í fjöl-
skylduna.
Orðin „ég geri þetta“ voru sögð
aftur og aftur, og Brenda var boð-
in velkomin, en hún var 11 ára
telpa af ætt Sioux indíána. Síðan
bættist Henry, 12 ára drengur frá
Biafra, í hópinn.
Og enn komu Dat og Trang,
drengir á fermingaraldri frá Viet-
nam. Því næst var ættleidd fjög-
urra ára stúlka frá Kóreu, Sunee
að nafni, lömuð frá mitti eftir sjúk-
leika.
Eftir að Tich og Anh kenndu
Sunee að nota hækjur, klifra í
stiga og hlæja af hjartans lyst, sáu
Bob og Dorothy, að drengirnir
fengu við það mjög aukna virð-
ingu fyrir sjálfum sér og aukið
sjálfstraust.
Unga dóttirin frá Kóreu þurfti
einmitt að fá sams konar tækifæri
við að hjálpa einhverjum öðrum.
Sunee þurfti að fá systur.
Karen var auglýst árið 1972, og
sama árið fór hún sína fyrstu flug-
ferð yfir meginlandið til að hefja
sitt nýja líf í Kaliforníu. Hún varð