Úrval - 01.02.1975, Page 42
40
ÚRVAL
hinna óeðlilegu hindrana, sem
hefta hana. Hér eru nokkrar til-
lögur:
AUGNABLIKS-VONIN. Það
kemur fyrir, að erfitt er að trúa
á framtíðina, til dæmis þegar við
erum um stundarsakir ekki nógu
hugrökk. Þegar þannig stendur á,
skuluð þið einbeita ykkur að nú-
tíðinni. Eins og áfengissjúklingar
verða að læra að vera allsgáðir
einn dag í einu, verður örvænting-
arfullt fólk að læra að vonast eftir
miskunn eins dags í einu. Látið ,,le
petit bonheur11 vonarneistann vaxa,
þangað til hugrekkið kemur aftur.
Hlakkið til fegurðar næsta andar-
taks, næstu stundar, góðrar mál-
tíðar, svefns, góðrar bókar, kvik-
myndar, stjörnuskins og sólarupp-
komu. Festið rætur í nútíðinni,
þangað til þið hafið styrk til að
hugsa um morgundaginn.
VERIÐ FRAMKVÆMDASÖM.
„Þegar ég sé enga undankomuleið,11
skrifaði maður nokkur mér eitt
sinn, „geri ég samt eitthvað." Þetta
er gott ráð fyrir þann, sem er á
barmi örvæntingar; það gæti hjálp-
að honum að komast yfir það versta.
Eina raunverulega syndin í heim-
inum, er haft eftir Charles McCa-
be, er að berjast ekki ■— að gera
sér ekki grein fyrir fyllingu eigin
eðlis. Ef allt annað er lamað, mun-
ið, að við getum að minnsta kosti
breytt OKKUR SJÁLFUM.
TRÚIÐ Á VONINA. Trúið ekki
því sem svartsýnismenn segja. Þeir
vilja fremur lifa í heimi efasemda
en eiga vonbrigði á hættu. Þar að
auki, þegar sagt er, að engin von
sé fyrir hendi, þarf ekkert að gera
— er það mesti glæpur heimsins
gagnvart framtaki. — Það er hið
gamla, ekki það nýja innra með
okkur, sem legið hefur niðri, sem
kemur og segir: Morgundagurinn
verður betri.
Vonin er ekki lygi. Hún er sann
leikurinn sjálfur. Það er sannleik-
ur, að maðurinn sækist eftir og
byggir vonir sínar á einhverju, sem
færist fram á við, jafnvel þegar
hann þreytist.
Venjulegt fólk, fullt trúar, fram-
kvæmir afreksverk og hetjudáðir.
Kallið því til ykkar vonina. Hún
er eins sönn og sólarljós vorsins.
En jafnvel þó svo væri ekki, hefur
hún áhrif sem töfrar, þar sem hún
er markmið í sjálfri sér. Hún er
æfing í riddaraskap — hugarástand
— lífsháttur •— hjartalag.
Jafnvel þó að við berum ekki
sigur úr býtum, jafnvel þó dauði
og sorgir nái loks yfirhöndinni, er
vonin tilvinnandi, því hún gerir
okkur kleift að njóta síðustu
ánægjustundar þess tíma, sem við
eigum eftir. Ef ánægjustund er í
vændum, sannar vonin rétt sinn;
ef ógæfa er á næsta leiti, gefur
vonin okkur styrk til að horfast í
augu við raunveruleikann.
☆