Úrval - 01.02.1975, Page 45
Brandeis dómari kallaði rétt einkalífsins það,
sem væri mest metið af siðmenntnðum mönnum.
43
Hver
er réttur
einkalífsins?
IRVIN ROSS
f til vill hefur enn ekki
verið gerður aðsúgur að
einkalífi þínu. En það
tæki ekki langan tíma
fyrir þig að sjá líkingu
með þér og einhverjum
af eftirfarandi fórnarlömbum þessa
aðsúgs.
• Eftir 11 ár í herþjónustu var
John D. margsinnis hafnað, þegar
hann sótti um atvinnu á hinum al-
menna vinnumarkaði. Að lokum
fékk hann vinnu hjá bæjarfélagi
einu, en var síðar beðinn um skýr-
ingu á handtökuskýrslu, sem hann
hafði ekki getið um og hafði alger-
lega gleymt. Þegar hann var 15
ára, hafði verið framinn þjófnaður
úr leikfimissal skólans, sem hann
stundaði nám í. Hann var ákærður,
færður á lögreglustöðina og fingra-
för tekin af honum. Hann var síðar
látinn laus eftir yfirheyrslu, sýkn
saka. Hann komst nú að því, að
þessi handtökuskýrsla hans hafði
verið geymd í skýrslusafni FBI, og
staðarlögreglan hafði greiðan að-
gang að því safni og var ófeimin
við að láta ýmis fyrirtæki fá þær
upplýsingar, sem þau sóttust eftir.
Líklegasta skýringin, sem John lét
sér detta í hug, þegar hann átti í
*F