Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
komandi fólk fái ekki aðgang að
þessum skýrslum.
Umdeildasta ákvæði frumvarp-
anna er innsiglun gamalla skýrslna.
í tillögum Ervin á t. d. að innsigla
handtökuskýrslu strax, ef lögsókn
er látin niður falla; eftir fimm ár,
ef um sýknun er að ræða og önnur
lögsókn er ekki í vændum; og eftir
sjö ár, þegar um sakfelldan mann
er að ræða, ef hann hefur ekki lent
í vandræðum aftur, eða situr enn í
fangelsi. Framkvæmdastjóri FBI,
Clarence M. Kelly, er hins vegar
mótfallinn innsiglun á hvers konar
skýrslum í grundvallaratriðum,
vegna þess, að einmitt gamlar upp-
lýsingar geta reynst hjálplegar í
lausn nýrra glæpamála.
En vandamálið spannar yfir víð-
ara svið en meðhöndlun á glæpa-
málum. Aðalógnun við einkalíf
hins almenna neytanda eru leyni-
lögregluskrifstofur, sem hafa það
að aðalstarfi að snuðra um fólk.
Starfsmenn þeirra spyrja fjölda
fólks nærgöngulla spurninga um
nágranna þeirra, sem hafa sótt um
tryggingar eða jafnvel vinnu.
Venjuleg trygging kostar aðeins 15
dollara og er þeim oft safnað í flýti
með því að fá upplýsingar gegnum
síma. Margir leynilögreglumenn
gera meira en 10 skýrslur á dag.
Algengt form á líftrygginga-
skýrslu felur í sér, að leynilögreglu-
mennirnir þurfa að komast að, hve
miklar eignir umsækjandi á, hvort
hann hafi skipt oft um vinnu, hvort
hann hafi lært að fljúga eða tekur
þátt í hættulegum íþróttum, hvort
hann hafi einhvern blett á mann-
orði sínu, hvort hann skuldi mikið,
hvort hann hafi heimilisvandamál,
hvort hann drekki áfengi daglega,
hvaða tegund og hve mikið — og
svo framvegis.
Það eru örugglega ekki margir
nágrannar, sem geta gefið nákvæm
svör við þessum spurningum. Það
er auðvelt að gera sér í hugarlund,
hvernig dómharður nágranni get-
ur breytt venjulegum manni, sem
fær sér stöku sinnum í glas, í alkó-
hólista, og hvernig gagnrýni á skap
gerð og mannorð opna mikla mögu
leika fyrir vitgrannt og hugsunar-
laust fólk. Fyrir nokkrum mánuð-
um vakti nemandi í Princeton há-
skólanum athygli um allt land, þeg
ar hann fór í mál við tryggingafé-
lag og leynilögregluskrifstofu vegna
þess, að þeir neituðu honum um
bifreiðatryggingu á þeim forsend-
um, að hún bjó með manni, sem
hún var ekki gift. Hvað átti einka-
líf hennar skylt við tryggingu
hennar sem ökumanns?
VERNDUN EINKALÍFS. Öldunga
deildarþingmaðurinn William Prox
miri frá The Federal Trade Com-
mission og ýmsir neytendahópar
hafa krafist ýmissa endurbóta. Ein
tillaga fól í sér, að það þyrfti að
fá heimild áður en rannsókn færi
fram, einnig að allt yrði að liggja
ljóst fyrir, áður en málið væri
rannsakað. Vonast er til, að undan-
gengin heimild og sundurliðuð
skýrsla muni flýta fyrir því, að
leynilögregluskrifstofur takmarki
spurningar sínar og hætti óviðkom-
andi hnýsni.
Jafn mikilvægar breytingar væru
að leyfa einstaklingum að lesa
skýrslur sínar og að vita um upp-