Úrval - 01.02.1975, Page 49
HVER ER RÉTTUR EINKALÍFSINS?
47
sprettu allra upplýsinga, sem þeir
véfengja. Vonast er til, að slíkar
reglugerðir verði til þess að upp-
ræta illgjarnan söguburð og óljósar
sögusagnir.
Margar hinna skipulögðu reglna,
sem gerðar hafa verið til að aftra
misbeitingu á sakaskrám og skýrsl-
um, eru nauðsynlegar til að stjórna
öðrum upplýsingakerfum. Almenn-
ings- og einkatölvustofnanir eru á
víð og dreif um landið. Nýlega
töldu starfsmenn undirnefndar Öld-
ungadeildarinnar meira en 850
tölvustofnanir á vegum ríkisins.
Helstu stofnanirnar eru þær, sem
starfræktar eru af Skattstofu rík-
isins (skýrslur yfir 78 milljónir
skattborgara) stjórnstöð, sem hef-
ur umsjón með málefnum aldraðra
hermanna (15 milljónum aldraðra
hermanna og fjölskyldum þeirra);
almannatryggingar (allir þeir, sem
hafa almannatryggingar eða sjúkra
tryggingu); og starfsmannahald
ríkisins (10 milljónir fólks skráð í
þjálfunar- og vinnuskrár á vegum
ríkisins).
Enginn veit, hve margar tölvu-
stofnanir eru til alls, en þær hljóta
að skipta þúsundum. í þessum
stofnunum eru m. a. geymdar
tryggingaskýrslur, menntaskýrslur,
starfsmannaskýrslur og umsóknir
um leyfisveitingar. Síðastliðið ár
komst hópur sérfræðinga, sem
rannsakaði þetta vandamál fyrir
Heilbrigðis- og menntamálaráðu-
neytið, að þeirri niðurstöðu, „að
það er orðið miklu auðveldara fyrir
rafreiknakerfið að hafa áhrif á fólk,
en fyrir fólk að hafa áhrif á raf-
reiknakerfið".
Þessi hópur sérfræðinga kom með
þá tillögu til verndunar einkalífs,
að gefnar yrðu út reglur um „heið-
arlega upplýsingaöflun" fyrir sjáif
virk kerfi. Meðal tillagna þeirra
um úrbætur voru: Birting á öllum
kerfum, sem hafa að geyma skýrslu
söfnun; aðgangur að eig'in skýrsl
um; stofnanir, sem hafa með hönd-
um skýrslusöfnun, verði krafðar
um að tryggja áreiðanleika í
skýrslum sínum og koma í feg fyr-
ir misnotkun þeirra.
Barry Goldwater, Jr., íhaldssam-
ur repúblikani frá Californiu og
Edward Koch, frjálslyndur demó-
krati frá New York, leggja til í
tveimur frumvörpum, sem þeir
hafa borið fram í þinginu, að sam-
in verði lög yfir öll atriði þessara
reglna. Annað þessara frumvarpa
tekur aðeins til skýrslustofnananna
á vegum ríkisins. Samvinna þeirra
tveggja sýnir, hve víðtæk og
óflokksbundin krafan um úrbætur
er. Þeir reyna einnig að stöðva
varandi notkun á almannatrygg-
inganúmerum (sbr. nafnnr.), sem
tölulegri staðreynd. Upphaflega átti
fjöldi þeirra, sem höfðu almanna-
tryggingu aðeins við þá, sem höfðu
sérstakan reikning hjá Almanna-
tryggingum. Árið 1961 skipaði
Skattstofan svo fyrir, að þær yrðu
innlimaðar í skattheimtuna. Sam-
tök aldraðra hermanna tóku þessi
númer upp í sambandi við inn-
göngu á sjúkrahús, og Varnarmála-
ráðuneytið innleiddi þau einnig í
sambandi við herþjónustu. Bæjar-
stjórnir og einkastofnanir hafa
fylgt á eftir og eru nú mörg fylki
farin að krefjast þeirra vegna öku-