Úrval - 01.02.1975, Síða 50
48
TJRVAL
leyfa, og skólar krefjast þeirra
vegna skýrslugerðar.
Hin útbreidda notkun á almanna-
trygginganúmerum hefur valdið
miklum kvíða. Varað hefur verið
við því, að ef notkun númeranna
heldur áfram að breiðast út, muni
það verða hvatning til þess að
tengja skýrslur og auðvelda aðgang
að þeim. Ef að líkum lætur, er
hægt að eyðileggja mannorð ein-
staklinga og að skaprauna þeim
með heimildalausum upplýsingum
um þá. Einnig gæti þeim verið
neitað um löglegan rétt þeirra og
hlunnindi án þess að þeir væru
látnir njóta sannmælis. Engan skal
þess vegna undra, þótt háværar
kröfur séu uppi um aðgerðir til að
vernda einkalífið.
☆
Á vorin, þegar loftið er lygnt og ferskt, er það synd og skömm
gagnvart gróandi náttúru að ganga ekki um utan húss, skoða auð-
legð hennar og taka þátt í fögnuði himins og jarðar.
John Milton.
Hamingja lífsins er ekki til handa þér, fyrr en þú hættir að
krefjast meira. Það er ástand fremur en ósk um það, er ætti að
verða, sem veldur sælu. Ágirnd eftir hlutum — sem ávallt er
örvuð af þeim, sem kaupa þá og selja — verkar eins og sótt-
kveikja á sálina. Maður vinnur sér aldrei nóg inn, kona er aldrei
nógu fögur, húsið aldrei nógu vel búið húsmunum og maturinn
aldrei nógu ljúffengur.
Við ættum öll að kunna að spyrna við fótum á þægindaleiðinni
og segja:
„Nú er nóg komið. Það, sem ég hef, dugar, það er svo mitt, hvað
ég get myndað úr því.“
Marya Mannes.