Úrval - 01.02.1975, Side 63
MINNING UM VIN
61
liggja yfir veginn. Það var nærri
orðið aldimmt, eða kannski var
öllu fremur sú blanda ljóss og
myrkurs, sem gerir nærri ómögu-
legt að sjá eitt eða neitt. Rétt áður
en kemur að teinunum, verður
gatan mjög brött. Ed setti í annan
gír, þann hávaðasamasta, til að
komast upp. Hávaðinn í vélinni og
gírkassanum yfirgnæfði allt annað.
Á vinstri hönd hafði hann báru-
járnsklætt vöruhús, sem byrgði
alla sýn.
Del Monte hraðlestin, kvöldlest-
in frá San Fransisco, skaust fram
undan vöruskemmunni og á gamla
bílinn. Kúaplógurinn framan á eim-
reiðinni gekk inn í hliðina á hon-
um og ýtti og ruddi og hnoðaði á
undan sér hundrað metra eftir tein-
unum, áður en lestin stöðvaðist.
Ed var með rænu, þegar þeir
náðu honum út úr bílflakinu og
lögðu hann á grasið. Auðvitað var
kominn hópur í kring — fólk úr
lestinni og litlu húsunum meðfram
teinunum.
Læknirinn kom nærri á svip-
stundu. Höfuðið á Ed var aflagað
og augun ekki lengur samstillt.
Hann var blóðugur um munninn,
líkaminn snúinn, skældur, óraun-
verulegur, eins og séður gegnum
afbakandi sjóngler.
Læknirinn kraup á annað hnéð
og laut yfir Ed.
,,Hve slæmt er það?“ spurði Ed.
„Ég veit það ekki,“ svaraði lækn-
irinn. „Hvernig líður þér?“
„Ég finn svo sem ekki mikið,“
svaraði Ed.
Læknirinn þekkti hann, og vissi
hvernig hann var, svo hann sagði:
„Það er sjokkið, auðvitað.“
„Já, auðvitað," sagði Ed, og aug-
un í honum tóku á sig mattan svip.
Þeir þokuðu honum upp á börur
og fóru með hann á spítalann.
Gamli skrjóðurinn hans var plokk-
aður af kúaplógnum og lestin lauk
spölnum á leiðarenda.
Fjöldi lækna kom og margir
hringdu, langaði til að leggja hönd
til hjálpar, af því að þeim þótti
öllum vænt um Ed. Þeir vissu, að
meiðslin voru alvarleg, svo þeir
gáfu honum eter og opnuðu hann
til að sjá, hve slæmt það væri.
Það var bersýnilega vonlaust. Hann
var allur í kássu: Miltið sprungið,
rifin moluð, lungun rifin, höfuð-
kúpan í þúsund pörtum. Kannski
hefði verið rétt að lofa honum að
líða út af þar og þá, en læknarnir
gátu ekki látið hann lönd og leið,
fremur en fólkið, sem safnast hafði
saman á skrifstofu sjúkrahússins.
Menn, sem vissu betur, fóru að
tala um kraftaverk og hvað allt
gæti gerst. Þeir minntu hver ann-
an á tilfelli, þegar fólk hefði hjarn-
að við, þvert ofan í vísindin. Lækn-
arnir hreinsuðu Ed að innan, svo
vel sem þeir gátu, og lokuðu hon-
um svo. Við og við fór einhver
þeirra fram í biðstofuna. Það var
eins og að standa frammi fyrir
kviðdómi. Þar sat fjöldi fólks, og
í augum allra var sama, steinrunna
spurningin.
Læknarnir brugðu fyrir sig svör-
um eins og: „Líðanin sæmileg eftir
atvikum," og: „Það er ekki gott að
segja. En hann virðist ekki verri.“
Þeir sögðu meira en nauðsyn krafði,