Úrval - 01.02.1975, Side 63

Úrval - 01.02.1975, Side 63
MINNING UM VIN 61 liggja yfir veginn. Það var nærri orðið aldimmt, eða kannski var öllu fremur sú blanda ljóss og myrkurs, sem gerir nærri ómögu- legt að sjá eitt eða neitt. Rétt áður en kemur að teinunum, verður gatan mjög brött. Ed setti í annan gír, þann hávaðasamasta, til að komast upp. Hávaðinn í vélinni og gírkassanum yfirgnæfði allt annað. Á vinstri hönd hafði hann báru- járnsklætt vöruhús, sem byrgði alla sýn. Del Monte hraðlestin, kvöldlest- in frá San Fransisco, skaust fram undan vöruskemmunni og á gamla bílinn. Kúaplógurinn framan á eim- reiðinni gekk inn í hliðina á hon- um og ýtti og ruddi og hnoðaði á undan sér hundrað metra eftir tein- unum, áður en lestin stöðvaðist. Ed var með rænu, þegar þeir náðu honum út úr bílflakinu og lögðu hann á grasið. Auðvitað var kominn hópur í kring — fólk úr lestinni og litlu húsunum meðfram teinunum. Læknirinn kom nærri á svip- stundu. Höfuðið á Ed var aflagað og augun ekki lengur samstillt. Hann var blóðugur um munninn, líkaminn snúinn, skældur, óraun- verulegur, eins og séður gegnum afbakandi sjóngler. Læknirinn kraup á annað hnéð og laut yfir Ed. ,,Hve slæmt er það?“ spurði Ed. „Ég veit það ekki,“ svaraði lækn- irinn. „Hvernig líður þér?“ „Ég finn svo sem ekki mikið,“ svaraði Ed. Læknirinn þekkti hann, og vissi hvernig hann var, svo hann sagði: „Það er sjokkið, auðvitað.“ „Já, auðvitað," sagði Ed, og aug- un í honum tóku á sig mattan svip. Þeir þokuðu honum upp á börur og fóru með hann á spítalann. Gamli skrjóðurinn hans var plokk- aður af kúaplógnum og lestin lauk spölnum á leiðarenda. Fjöldi lækna kom og margir hringdu, langaði til að leggja hönd til hjálpar, af því að þeim þótti öllum vænt um Ed. Þeir vissu, að meiðslin voru alvarleg, svo þeir gáfu honum eter og opnuðu hann til að sjá, hve slæmt það væri. Það var bersýnilega vonlaust. Hann var allur í kássu: Miltið sprungið, rifin moluð, lungun rifin, höfuð- kúpan í þúsund pörtum. Kannski hefði verið rétt að lofa honum að líða út af þar og þá, en læknarnir gátu ekki látið hann lönd og leið, fremur en fólkið, sem safnast hafði saman á skrifstofu sjúkrahússins. Menn, sem vissu betur, fóru að tala um kraftaverk og hvað allt gæti gerst. Þeir minntu hver ann- an á tilfelli, þegar fólk hefði hjarn- að við, þvert ofan í vísindin. Lækn- arnir hreinsuðu Ed að innan, svo vel sem þeir gátu, og lokuðu hon- um svo. Við og við fór einhver þeirra fram í biðstofuna. Það var eins og að standa frammi fyrir kviðdómi. Þar sat fjöldi fólks, og í augum allra var sama, steinrunna spurningin. Læknarnir brugðu fyrir sig svör- um eins og: „Líðanin sæmileg eftir atvikum," og: „Það er ekki gott að segja. En hann virðist ekki verri.“ Þeir sögðu meira en nauðsyn krafði,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.