Úrval - 01.02.1975, Síða 64
62
ÚRVAL
en fólkið, sem beið, sagði ekkert.
Það starði bara og reyndi að átta
sig.
Símaborðið bilaði undan hring-
ingum frá fólki, sem vildi gefa blóð.
Næsta morgun var Ed með rænu,
en afar þreyttur og timbraður af
eter og morfíni. Augun voru óskýr
og hann átti tregt með að tala. En
hann endurtók spurninguna: „Hve
slæmt er það?“
Læknirinn, sem hjá honum var,
áttaði sig í því hann ætlaði að fara
að segja einhverja þvælu. Hann
minntist þess, að Ed unni sannleik-
anum, svo hann sagði: „Afar
slæmt.“
Ed spurði einskis framar. Hann
hjarði í tvo daga, því hann var
fjarska lífseigur. Hann hjarði svo
lengi, að sumir læknanna tóku að
trúa sínum eigin orðum um krafta-
verk, móti betri vitund. Þeir fundu
hjartsláttinn styrkjast. Þeir sáu lit-
arháttinn batna undir umbúðunum.
Ed hjarði svo lengi, að sumir í bið-
stofunni þorðu að fara heim að
leggja sig.
Og þá, eins og hendir, þegar í
hlut eiga þróttmiklir menn, hvarf
þrekið og liturinn og hjartsláttur-
inn og andardrátturinn, hljótt og
snöggt, og hann dó.
Um þær mundir var áfallið í Mon-
terey orðið að dofa. Ed var dauður,
og nú þurfti að losna við hann.
Fólkið vildi koma honum fyrir,
fljótt og sómasamlega, svo það gæti
farið að minnast hans og endur-
skapa hann í huga sér.
Á lágri hæð skammt frá vitanum
er lítil kapella og kirkjugarður.
Lokaðri kistu Eds var brugðið inn
í kapelluna hluta úr síðdegi.
Auðvitað vildi enginn blóm, en
mest var óttast, að einhver kynni
að flytja ræðu eða ávarp. Sem bet-
ur fer var öllu hespað af svo snöggt,
að þeir, sem venjulega flytja ræður,
höfðu ekki tíma til að átta sig.
Það verður erfitt að skrifa um
Ed Ricketts, það sem verður að
skrifast, erfitt að hluta sundur
heildina. Öllum, sem þekktu hann,
myndi reynast það erfitt. Kannski
sumt sé meira að segja ímyndun.
Annað hefur bólgnað út úr öllum
hlutföllum í huganum. Svo kemur
til persónulegt mat. Ég er viss um,
að margir, sem lesa þetta, segja:
„Uss, þetta er ekki satt. Hann var
alls ekki svona. Hann var svona og
svona.“ Og viðkomandi gæti hald-
ið áfram og lýst manni, sem höf-
undur þessara orða þekkti alls ekki.
En enginn kunnugur mun afneita
þrótti og áhrifum Eds Ricketts. All-
ir, sem voru samvistum við hann,
urðu fyrir áhrifum af honum, djúp-
um og varanlegum. Sumum kenndi
hann að hugsa, öðrum að sjá og
heyra. Börnum á ströndinni kenndi
hann að leita að og finna fögur dýr
í heimi, sem þau hafði ekki órað
fyrir, að væri til. Hann kenndi öll-
um, án þess að nokkur yrði þess
var.
Næstum allir kunningjar hans
hafa reynt að skilgreina hann.
„Hann var að hálfu engill, en hálfu
púki. Hann var mikill kenni- og
kvennamaður —■ ódauðleg sál, sem
unni konum. Sannarlega var hann
sérstæður og skapgerð hans ein-