Úrval - 01.02.1975, Síða 64

Úrval - 01.02.1975, Síða 64
62 ÚRVAL en fólkið, sem beið, sagði ekkert. Það starði bara og reyndi að átta sig. Símaborðið bilaði undan hring- ingum frá fólki, sem vildi gefa blóð. Næsta morgun var Ed með rænu, en afar þreyttur og timbraður af eter og morfíni. Augun voru óskýr og hann átti tregt með að tala. En hann endurtók spurninguna: „Hve slæmt er það?“ Læknirinn, sem hjá honum var, áttaði sig í því hann ætlaði að fara að segja einhverja þvælu. Hann minntist þess, að Ed unni sannleik- anum, svo hann sagði: „Afar slæmt.“ Ed spurði einskis framar. Hann hjarði í tvo daga, því hann var fjarska lífseigur. Hann hjarði svo lengi, að sumir læknanna tóku að trúa sínum eigin orðum um krafta- verk, móti betri vitund. Þeir fundu hjartsláttinn styrkjast. Þeir sáu lit- arháttinn batna undir umbúðunum. Ed hjarði svo lengi, að sumir í bið- stofunni þorðu að fara heim að leggja sig. Og þá, eins og hendir, þegar í hlut eiga þróttmiklir menn, hvarf þrekið og liturinn og hjartsláttur- inn og andardrátturinn, hljótt og snöggt, og hann dó. Um þær mundir var áfallið í Mon- terey orðið að dofa. Ed var dauður, og nú þurfti að losna við hann. Fólkið vildi koma honum fyrir, fljótt og sómasamlega, svo það gæti farið að minnast hans og endur- skapa hann í huga sér. Á lágri hæð skammt frá vitanum er lítil kapella og kirkjugarður. Lokaðri kistu Eds var brugðið inn í kapelluna hluta úr síðdegi. Auðvitað vildi enginn blóm, en mest var óttast, að einhver kynni að flytja ræðu eða ávarp. Sem bet- ur fer var öllu hespað af svo snöggt, að þeir, sem venjulega flytja ræður, höfðu ekki tíma til að átta sig. Það verður erfitt að skrifa um Ed Ricketts, það sem verður að skrifast, erfitt að hluta sundur heildina. Öllum, sem þekktu hann, myndi reynast það erfitt. Kannski sumt sé meira að segja ímyndun. Annað hefur bólgnað út úr öllum hlutföllum í huganum. Svo kemur til persónulegt mat. Ég er viss um, að margir, sem lesa þetta, segja: „Uss, þetta er ekki satt. Hann var alls ekki svona. Hann var svona og svona.“ Og viðkomandi gæti hald- ið áfram og lýst manni, sem höf- undur þessara orða þekkti alls ekki. En enginn kunnugur mun afneita þrótti og áhrifum Eds Ricketts. All- ir, sem voru samvistum við hann, urðu fyrir áhrifum af honum, djúp- um og varanlegum. Sumum kenndi hann að hugsa, öðrum að sjá og heyra. Börnum á ströndinni kenndi hann að leita að og finna fögur dýr í heimi, sem þau hafði ekki órað fyrir, að væri til. Hann kenndi öll- um, án þess að nokkur yrði þess var. Næstum allir kunningjar hans hafa reynt að skilgreina hann. „Hann var að hálfu engill, en hálfu púki. Hann var mikill kenni- og kvennamaður —■ ódauðleg sál, sem unni konum. Sannarlega var hann sérstæður og skapgerð hans ein-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.