Úrval - 01.02.1975, Side 68
66
ÚRVAL
í honum. Það kann að vera ein
ástæðan til þess, að fráfall hans
varð slíkt reiðarslag. Það var ekki
Ed, sem dó, heldur stór og mikil-
vægur hluti af manni sjálfum.
Þegar ég kynntist honum fyrst,
hafði hann vinnustofu sína í gömlu
húsi í Cannery Row, sem hann hafði
breytt til að þjóna þessu hlutverki.
Inngangurinn var nokkurs konar
sýningarsalur með sædýr í krukk-
um á hillum meðfram veggjunum.
Næst þar inn af var lítil skrifstofa,
þar sem skröltormar voru, af ein-
hverri ástæðu, geymdir í búrum
milli eldtrausta peningaskápsins og
skjalaskápsins. Ofan á peninga-
skápnum var hár stafli af skrif-
pappír og spjaldskrárkortum. Ed
dýrkaði kort og pappír. Hann
keypti aldhei smáslatta af þeim
varningi, heldur pantaði gífurlegar
birgðir.
Sjávarmegin í húsinu voru önn-
ur tvö herbergi, annað með búrum
fyrir hvítar rottur í hundraðatali,
sem fjölguðu sér í gríð. Þetta her-
bergi varð ansi daunillt, ef það var
ekki hreinsað þétt og reglulega,
það var það ekki. I hinu herberg-
inu voru áhöld til að ganga frá og
verja rotnun þær viðkvæmu örver-
ur, sem voru svo gildur þáttur í
tekjum fyrirtækisins. f kjallaran-
um var svo birgðarstöð með krús-
um og kerjum fyrir stærri dýr og
tæki til að smyrja og rotverja ketti,
háfa, froska og önnur dýr, sem not-
uð voru til krufninga í sambandi
við kennslu í líffræði.
Þetta litla hús var kallað Pacific
Biological Laboratories Inc., ein hin
furðulegasta athafnasemi, sem nokk
urntíma hefur ögrað hlutafélaga-
löggjöf Kaliforníu. Þegar gera átti
stofnunina upp, eftir fráfall Eds,
reyndist ógerlegt að finna, hverjir
væru hluthafar, hve miklar eign-
irnar raunverulega væru, eða hvers
virði.
Ed hélt söfnunar- og rannsóknar-
skrár sínar mjög nákvæmlega og
óaðfinnanlega, en stundum opnaði
hann ekki viðskiftabréf svo vikum
skifti. Hann var staðfastur fylgj-
andi þeirrar kenningar, að bréf,
sem ekki er svarað fyrstu vikuna,
þarfnist ekki svars. Hann gekk
meira að segja lengra: Bréf, sem
ekki er opnað fyrsta mánuðinn, er
óþarfi að opna. En allt átti sínar
undantekningar: Hann stóð í mikl-
um og fjölbreytilegum bréfaskift-
um við fjölda fólks. Þeim bréfum
svaraði hann fljótt og í löngu máli,
og notaði ritvél með smáu letri til
að spara pappírinn.
Sögu rannsóknarvinnustofunnar
má skifta í tvennt: Tímann fyrir
eldsvoðann og tímann eftir elds-
voðann. Eldsvoðinn var athyglis-
verður um margt.
Eina nóttina gekk eitthvað úr
skorðum með rafmagnið meðfram
allri ströndinni. Þar sem gert var
ráð fyrir 220 volta straumi og lögn-
in í samræmi við það, kom allt í
einu nokkur þúsund volta spenna.
Þar sem rafvéitan var, í fylgjandi
réttarrannsókn, fundin saklaus
varðandi þetta fyrirbæri, hlýtur
það að hafa komið beint frá hendi
guðs. Það sem gerðist var, að meiri-
hluti Cannery Row stóð í ljósum
logum í einu vetfangi. Þegar Ed
vaknaði, var rannsóknárvinnustof-