Úrval - 01.02.1975, Side 68

Úrval - 01.02.1975, Side 68
66 ÚRVAL í honum. Það kann að vera ein ástæðan til þess, að fráfall hans varð slíkt reiðarslag. Það var ekki Ed, sem dó, heldur stór og mikil- vægur hluti af manni sjálfum. Þegar ég kynntist honum fyrst, hafði hann vinnustofu sína í gömlu húsi í Cannery Row, sem hann hafði breytt til að þjóna þessu hlutverki. Inngangurinn var nokkurs konar sýningarsalur með sædýr í krukk- um á hillum meðfram veggjunum. Næst þar inn af var lítil skrifstofa, þar sem skröltormar voru, af ein- hverri ástæðu, geymdir í búrum milli eldtrausta peningaskápsins og skjalaskápsins. Ofan á peninga- skápnum var hár stafli af skrif- pappír og spjaldskrárkortum. Ed dýrkaði kort og pappír. Hann keypti aldhei smáslatta af þeim varningi, heldur pantaði gífurlegar birgðir. Sjávarmegin í húsinu voru önn- ur tvö herbergi, annað með búrum fyrir hvítar rottur í hundraðatali, sem fjölguðu sér í gríð. Þetta her- bergi varð ansi daunillt, ef það var ekki hreinsað þétt og reglulega, það var það ekki. I hinu herberg- inu voru áhöld til að ganga frá og verja rotnun þær viðkvæmu örver- ur, sem voru svo gildur þáttur í tekjum fyrirtækisins. f kjallaran- um var svo birgðarstöð með krús- um og kerjum fyrir stærri dýr og tæki til að smyrja og rotverja ketti, háfa, froska og önnur dýr, sem not- uð voru til krufninga í sambandi við kennslu í líffræði. Þetta litla hús var kallað Pacific Biological Laboratories Inc., ein hin furðulegasta athafnasemi, sem nokk urntíma hefur ögrað hlutafélaga- löggjöf Kaliforníu. Þegar gera átti stofnunina upp, eftir fráfall Eds, reyndist ógerlegt að finna, hverjir væru hluthafar, hve miklar eign- irnar raunverulega væru, eða hvers virði. Ed hélt söfnunar- og rannsóknar- skrár sínar mjög nákvæmlega og óaðfinnanlega, en stundum opnaði hann ekki viðskiftabréf svo vikum skifti. Hann var staðfastur fylgj- andi þeirrar kenningar, að bréf, sem ekki er svarað fyrstu vikuna, þarfnist ekki svars. Hann gekk meira að segja lengra: Bréf, sem ekki er opnað fyrsta mánuðinn, er óþarfi að opna. En allt átti sínar undantekningar: Hann stóð í mikl- um og fjölbreytilegum bréfaskift- um við fjölda fólks. Þeim bréfum svaraði hann fljótt og í löngu máli, og notaði ritvél með smáu letri til að spara pappírinn. Sögu rannsóknarvinnustofunnar má skifta í tvennt: Tímann fyrir eldsvoðann og tímann eftir elds- voðann. Eldsvoðinn var athyglis- verður um margt. Eina nóttina gekk eitthvað úr skorðum með rafmagnið meðfram allri ströndinni. Þar sem gert var ráð fyrir 220 volta straumi og lögn- in í samræmi við það, kom allt í einu nokkur þúsund volta spenna. Þar sem rafvéitan var, í fylgjandi réttarrannsókn, fundin saklaus varðandi þetta fyrirbæri, hlýtur það að hafa komið beint frá hendi guðs. Það sem gerðist var, að meiri- hluti Cannery Row stóð í ljósum logum í einu vetfangi. Þegar Ed vaknaði, var rannsóknárvinnustof-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.