Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 74

Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 74
72 ÚRVAL kallað Al. A1 sýndi sig fljótlega hafa mikla hæfileika á þessu sviði. Einu sinni vantaði Ed töluvert af köttum og það undir eins. A1 var líka fljótur að koma með þá í poka, allt fallega, fullþroskaða ketti, og það var ekki fyrr en undir lokin, að Ed uppgötvaði, að þetta voru allt högnar. Lengi hélt A1 aðferð sinni leyndri, en loks kom leyndar- málið. Og þar sem A1 hefur fyrir löngu safnast til feðra sinna og þarfnast ekki fleiri katta, má nú láta það uppskátt: „Ég geri tvöfalda gildru," sagði hann. „Lítið búr innan í stórt búr. í litla búrið læt ég fallega læðu í elskulegu ástandi. Og stundum fæ ég allt upp í tíu fressa á einni nóttu. Ég skal segja þér, Eddie, að það er nákvæmlega svona gildra, sem ég fell sjálfur í á hverju ein- asta laugardagskvöldi. Þannig fékk ég hugmyndina.“ Dulúð hafði slæm áhrif á Ed Ricketts. Hann hataði allt, sem jaðraði við yfirnáttúrleg fyrirbrigði, með ákefð, sem benti til grundvall- arlegrar og óbifandi trúar á þau. Hann harðneitaði að láta spá fyrir sér eða lesa í lófa, ekki einu sinni upp á grín. Andaglas gerði hann fokreiðan. Væru draugasögur sagð- ar, gekk hann út í fússi. í fyllingu tímans dó faðir Eds. Milli kjallarans, þar sem gamli maðurinn hafði hafst við, og svefn- herbergis Eds, var innanhússími. Einu sinni, eftir að gamli maður- inn dó, trúði Ed mér fyrir því, að hann lifði sífellt í þeirri martröð, að innanhússíminn hringdi, að hann tæki tólið af og heyrði rödd föður síns. Hann hafði dreymt þetta, og þetta gagntók hann. Ég stakk upp á, að einhver kynni að hrekkja hann, og hann skyldi taka símann úr sambandi. Hann gerði þetta strax, en gekk svo lengra og fjar- lægði símann algerlega. „Það hefði verið ægilegt að taka hann bara úr sambandi, ef þetta hefði samt kom- ið fyrir,“ sagði hann. „Ég gat ekki afborið tilhugsunina." Ég held, að ef einhver hefði gert Ed þann hrekk, hefði það orðið al- varlegt áfall. Lífið í Cannery Row var furðu- legt og dásamlegt og skammarlegt. Hinum megin við götuna, gegnt Pacific Biological var stærsta, prúð- asta og virtasta hóruhús Monterey. Það var mikil kona, sem átti það og rak, henni unnu allir og treystu, sem áttu samskipti við hana, utan þessir fáu, sem höfðu dómgreind brenglaða af dyggð. Hún var kona með stórt hjarta og löghlýðinn borg- ari í öllu tilliti, nema einu — hún braut hin óljósu lög gegn hórlífi. En úr því lögreglunni virtist. vera sama, hafði hún ekki áhyggjur af því og gaf meira að segja smá- gjafir í ýmsar áttir. í kreppunni borgaði hún kaup- mannsreikninga flestra fjölskyldna í Monterey, sem áttu ekkert. Þeg- ar líknarfélög söfnuðu peningum og verslunarmenn voru látnir reiða tíu dollara af hendi, var Madam alltaf látin greiða hundrað. Hún borgaði hálft uppihald ekkna og munaðarlausra barna lögreglu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.